Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Qupperneq 102
100
persónu, sem talið er, að eigi að bera ábyrgð gjörða sinna,
sé bún vitandi vits og bafi gefið sér tíma til umhugsunar
bæði um það, af livaða livötum og í livaða tilgangi hún breyti,
og eins um bitt, hverjar kunni að verða afleiðingar verka
hennar.
11. Hin ábyrga persóna. Reynslan sýnir, að menn geta haft
áhrif á viljaákvarðanir sínar. Þeir geta í fyrsta lagi ráðið
því, hvort þeir liefjast lianda eða eigi, og í öðru lagi, livernig
þeir í livert skipti haga sér. Maðurinn hefir nokkurri eigin
orku yfir að ráða; hann liefir margskonar livatir, eigingjarn-
ar og óeigingjarnar, er liann getur látið stjórnast af, og marga
mismunandi starfsháttu, er liann getur valið i milli, er hann
ræðst til framkvæmda. Hann eygir og jafnan, ef hann gefur
sér tíma til umhugsunar, fleiri eða færri möguleika fyrir
breytni sinni, og fyrir vaxandi þekkingu sína og tækni getur
bann valið á milli mismunandi tækja til þess að koma áform-
um sínum í framkvæmd. Því fleiri möguleilca sem bann eygir,
því frjálsari verður liann i vali sínu, og því meiri tækni sem
hann kann að liafa aflað sér eða hafa vfir að ráða, því mátt-
ugri verður liann. En auðvitað er livorki maðurinn iié vilji
lians alfrjáls; hann er að ýmsu levti háður bæði innri og vtri
orsökum. Hið innra lætur maðurinn iðulega ákvarðast af
tilfinningum sínum og livötum eða þá af umhugsuninni um
tilgang og afleiðingar gjörða sinna. Þar leiða og hið æðra
og óæðra sjálf hans iðulega saman hesta sína um það, hvernig
breyta skuli, og ástæður eru færðar með og móti; er þetta á er-
lendu máli nefnt motivation; en niðurstaðan verður venju-
legast sú, að maðurinn afræður að gera eitthvað eða láta
eittlivað ógert, og, ef hið æðra sjálf fær yfirhöndina, þá með
þeim hætti, er það ræður lionum; en ef hið óæðra sjálf sigrar,
þá með einhverjum öðrum óvandaðri hætti. Venjulegast
reynir þó hið óæðra sjálf að Iiafa einhverjar hugsjónir að
yfirvarpi eða að láta sem minnst bera á misgerðum sínum
og miður hreinum hvötum. En oft finna hið æðra og óæðra
sjálf einhverskonar bil beggja, er þau geta farið eftir og
fullnægir þeim báðum, og getur stundum farið vel á því. En
loks afræður maðurinn, eða bin ábvrga persóna, Iivað gera
skuli, og er hún þá orsök eða ákvarðandi (determinant)
þess, hvort hann hefst handa eða ekki og á hvern hátt breyta
skuli. Er því vilji mannsins nokkurs konar lokakraftur
(resultant), er allar hinar aðrar hvatir með og móti hafa