Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 103
101
látið til sín taka og maðurinn hefir ákveðið, hvað gera skuli
(sjá myndina á bls. 80).
En iivað er augljósara orsakasamhengi en þetta, að láta
sjálfur ákvarðast af hugsunum sínum og tilfinningum, vera
sjálfur orsök þess eða ákvarðandi, hvort maður hefst handa
eða ekki og á hvern liátt maður gerir það, og nota síðan sinn
eigin líkama og hinar ytri orsakir, hin vtri tæki, til þess
að koma fyrirætlunum sínum í framkvæmd? En þetta er
næsta sveigjanlegt orsakasamhengi, er getur orðið sínu
sinni livað eftir því, sem á stendur og maðurinn hefir vit og'
vilja til. Það hvílir á svonefndu valfrelsi. Því meiri þekk-
mgu sem maðurinn hefir, því fleiri möguleika sem liann eygir,
því frjálsari verður hann í vali sínu; og því meiri tækni, sem
hann kann að afla sér, því máttugri verður hann bæði til ills
og góðs.
12. Góður og vondur vilji. Það er orðin venja í allmörgum
tuágumálum að tala um vondan og góðan vilja. En þessi vilji
vísar jafnan aftur fyrir sig, til persónunnar og til þeirra hvata,
sem hann er sprottinn af. Ef dæma skal um breytni manna frá
siðferðilegu sjónarmiði, er venjulegast spurt að þvi, af hvaða
hvötum maðurinn hafi brevtt svo sem hann gerði, góðum
hvötum eða illum; hvort liann hafi látið stjórnast af mann-
áð, góðvild og einlægum vilja til þess að láta gott af sér
ieiða, eða livort hann hafi látið stjórnast af eigingirni,
illgirni eða jafnvel hatri í garð annarra. Er þá og oft Htið
til afleiðinganna, góðra eða illra, og maðurinn einnig dæmd-
Ur eftir þeim. Sé nú maðurinn orðinn siðferðilega
ábyrg persóna, sem vill ekki í neinu vamm sitt vita, þá
lætur hann sér annt um hvorttveggja, að hvatirnar séu hreinar
og góðar og að afleiðingar verka hans, svo sem hann fær
við það ráðið, séu sem liappasælastar fyrir sjálfan hann og
aðra. Þó getur sá, sem gæddur er hinum góða vilja, lagt bæði
sjálfan sig og hagsmuni sína í sölurnar fvrir það, sem hann
telur satt, rétt og gott. Því að eitt aðaleinkenni hins góða
vilja er það, að revnast hugsjón sinni trúr. Nú getur orðið
nokkur misbrestur á þessu í fyrstu, ef viljinn er veikur eða
reikandi ráðs og freistingarnar hins vegar margar, sbr. orð
postulans: „hið góða, sem ég vil gjöra, það gjöri ég ekki“
o. s. frv. En ef viljinn er einlægur, þá smástælist hann og'
getur jafnvel á örlagastund stælzt allt i einu eins og stálið
i deiglunni og orðið hverju vopni hvassari. Má því líta á