Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 106
104
standa upp úr, en eru þó nauðsynlegir sjálfum sér og þjóð-
inni til lífsviðurhalds. En eru þá engin takmörk fvrir hinni
siðferðilegu ábjTgð manns? Því er fljótsvarað með hinu forna
spakmæli: Ultra vires nemo obligatur — enginn er ábyrgur
um orku fram! —
15. Hlutverka mannanna. Eins og þegar iiefir verið drepið á,
er það fremur lítilmannlegt og jafnvel heimskulegt að kenna
hvort heldur er guði eða djöflinum um allt það, sem aflaga
fer í heiminum. Þá er sýnu skárra að ætla, að náttúran sjálf
sé upphaf alls, ills og góðs, en að hún þó, þrátt fvrir blindni
sina, hafi orðið undirstaða þeirrar þróunar, sem orðin er á
þessum hnetti, frá dauðum lilutum til lifanda lífs, frá dýrs-
legum eðlishvötum til hárrar göfugmannlegrar breytni, og að
nú sé það hlutverk mannanna með þekkingu þeirri, er þeir
hafa aflað sér, að halda þróun þessari áfram vísvitandi
til æðra og betra lífs. En þar sem maðurinn kemst í þrot, ætti
hann þó að mega ákalla þau æðri máttarvöld, er hann trúir,
að til séu, sér til styrktar og huggunar. Þau vildi ég þó fremur
hugsa mér sem hin stríðandi öfl tilverunnar til hins betra en
sem eitthvert alræðisvald, er þegar í öndverðu hefði sett til-
verunni og mönnunum einhver þau örlög, er ekki yrðu um-
flúin, enda mælir ýmislegt gegn því. — Hefir maðurinn ekki
þegar að nol<kru leyti gert sér jörðina og náttúruna undir-
gefna, þótt hann ráði livergi nærri við hana í hamförum henn-
ar? — Og er honum ekki sífellt að lærast það betur og betur
að hagnýta þekkingu sina til þess, sem gott er og gagnlegt og
mannlifinu til eflingar? — Ber horium þá ekki að halda áfram
á sömu hraut og reyna að stefna Iræði náttúrunni og mann-
lífinu að fyrirsjáanlega verðmætum markmiðum á sem flest-
um sviðum? — Vissulega! — Honum ber að nota orsakasam-
hengi það, er hann hefir öðlazt þekkingu og tök á, sjálfum
sér og öðrum til góðs. Hann á yfirleitt á öllum sviðum að
reyna að stefna orsakarásinni fram til þess, sem gott er og
verðmætt getur talizt, þótt liún uppliaflega kunni að hafa
verið knúin og sé að miklu leyti enn knúin fram af blindum,
vélrænum öflum náttúrunnar. Maðurinn á að verða að því
sjáaldri veraldar og þeim straumbreyti, er reynir að ryðja
öllum björgum og farartálmum úr vegi, en stefna öllu, er hann
má, til æðra og betra lifs. Því ber honum fyrst og' fremst að
göfga svo sjálfan sig og aðra, að liann uni ekki öðru en því,
sem gott er og göfugt. En allt þetta mun takast lionum með
tíð og tíma, ef hann eykur sí og æ á þekkingu sína og tækni