Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 108
XVII. Samlífsdyggðir og ódyggðir.
1. Maðurinn félagslynd vera. Hvergi á jarðríki getur þá menn,
að ekki lifi þeir einhverskonar samlifi hver við annan, fjöl-
skyldulífi, hjarðlífi, fiskveiðum eða búskap eða öðru marg-
háttuðu atvinnulífi. Og þótt einn kvnstofninn, flokkur eða
þjóð rísi gegn öðrum og maður verði einatt manns fjandi, þá
er liitt þó öllu almennara, að maður sé manns yndi og það
svo, ef um ástvini er að ræða, að einn megi ekki af öðrum
sjá. Því sagði Aristóteles endur fvrir löngu, að maðurinn væri
félagslynd vera (zóon politikon). Og þótt ástinni sleppi,
er ýmislegt annað, er tengir hugi manna, svo sem trú og siðir,
nábýli, svipuð kjör, samliugur og samhjálp og ekki livað sízt
sameiginlegir erfiðleikar og óvinir.1) — Látæði manna, mál
og hugsun, allt ber þetta og þess órækt vitni, að menn hafi
frá upphafi ieitazt við að komast í andlegt og þá um leið
veraldlegt samband hver við annan. Oftast nær var það sam-
eiginleg lifsbjörg og' sameiginlegur háski, er kom mönnum
til að vinna saman á frumstigum menningarinnar. Þá voru
það og einhverskonar sifjar, er sannfærðu þá um, að þeir
væru sömu ættar, sama kvnstofns eða sömu þjóðar. Þannig
var það talið á Grikklandi til forna, að borg hefði verið reist,
er borgararinninn var tendraður og búið var að matreiða á
honum sláturfórn þá, er ætlarhöfðingjarnir neyttu í samein-
ingu frammi fvrir sambandsguðinum. Með samneyti þessu
var borgríkið stofnað. Er gyðjunni Aþenu hafði verið reist
altari á Akropolishæð og ættarhöfðingjar Attíku höfðu sam-
neytt þar, var borgríki Aþenu fætt. Sá dagur var upp frá því
talinn fæðingardagur borgarinnar og hátiðlegur haldinn ár
hvert með því, að allir fullveðja borgarar samneyttu frammi
fyrir borgararninum.2)
1) Westermarck: Origin, II, p. 209 o. s.
2) Á g ú s t Bjarnason : Hellas, hls. 22 og 50—70.