Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Qupperneq 110
108
um fyrr en á síðustu öldum11.1) Þetta á einkum við um hrepp-
ana. Um þá var að vísu til almenn löggjöf, en annars voru þeir
sjálfstæðar heildir, höfðu sínar eig'in samkomur og úrskurði.
Þeir náðu yfir tiltekin landssvæði, þar sem hver búandi var
skyldur til að vera í hreppsfélaginu. Hrepparnir létu fjár-
Iiagsafkomu manna með ýmsu móti til sín talca. Þeir sáu um
fátækraframfæri, ef ættingjar gátu ekki undir því risið, og
skiptu ómögum niður á hreppsbúa eftir efnuin og ástæðum.
Þá reyndu hreppsfélögin einnig að sporna við því, að fátækir
menn flosnuðu upp frá húum sínum og yrðu þurfamenn.
Voru lögð gjöld á þá, er betur máttu sín, til þess að verja
þeim til þessa. Loks myndaði hver hreppur samtryggingar-
félag gegn eldsvoða og fellisóltum í búpeningi. Slík áföll
skvldu hreppsmenn bæta að hálfu, ef mikil hrögð voru að,
ef aðalhús á bæ brynnu eða bóndi missti fjórða hluta naut-
penings síns. Þó voru þau takmörk sett, að enginn bóndi
skyldi meira greiða í bætur á ári en sem svaraði einum hundr-
aðshluta eigna hans; og ef hús brynnu oftar en þrisvar fyrir
sama manni, varð hann af frekari bótum, enda var þá talið,
að gáleysi lilyti að valda.2) — Þetta er einhver hinn mesti
menningarvottur, er um getur frá þjóðveldistímum vorum, og
sýnir, að félagshvggja forfeðra vorra hefir verið orðin allvel
þroskuð, þótt raunar þessi samhjálp og samábyrgð sé ekkert
einsdæmi meðal frumstæðra þjóða. Þannig segir Nansen
um Grænlendinga, að þeir séu manna hjálpfúsastir við ná-
granna sina og eitthvert hið fyrsta félagslega boðorð þeirra
sé að hjálpa öðrum.3) En vitanlega liöfðu þeir ekki fært þetta
i lög hjá sér. Yfirleitt sýna margar liinna frumstæðu og heiðnu
þjóða sig að meiri félagshvggju og siðgæði en kristnar þjóðir
hafa víðast hvar gert, og því er mjög mikið efamál, hvort
þær eigi nokkurt erindi til þeirra til þess að „kristna þær
og siða“.
4. Nútímaþjóðfélög. Þjóðfélög nútímans eru mjög með öðr-
um hætti en þau voru bæði til forna og á miðöldum, er menn
hugsuðu mest um guðsrikið annars heims og snéru helzt bak-
inu við þessu lífi. Nú hvilir ekki félagslífið svo mjög á frænd-
semis- og sifjaböndum sem á því, að hver einstaklingur sé
ábyrgur hugsana sinna, orða og gerða og eigi því sjálfur að
1) Ó 1 a f u r Lárússon : Stjórnskipun og lög lýðveldisins islenzka. Tínia-
rit þjóðræknisfél., 1929.
21 Sbr. Sig. Nordal: íslenzk raenning I, bls. 138.
3) Westermarck I, p. 542.