Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 111
109
svara til allra saka, nema hann sé óviti og ómyndugur ungl-
ingur, fáviti eða vitfirringur. Þá livíla og þjóðfélög nútímans
á skiptingu vinnunnar milli ýmissa starfsstétta þjóðfélagsins
og samkeppni einstaklinga og stétta um afkomu sina og hags-
munamál. Hagsmunabaráttunnar gætir því mjög mikið í nú-
tímaþjóðfélögum, en af henni rís aftur baráttan um auð, völd
og metorð, svo og flokkadeilur og stétta. En þótt menn skiptist
hæði í flokka og stéttir og séu sífellt að deila um það, hvernig
þjóðfélaginu kunni að verða hezt fyrir komið, verða þeir á
hinn hóginn að muna, að þeir lifa félagslífi, sem leggur þeim
ýmsar skyldur ó herðar, og þær verða þeir að rækja, ef þeir
vilja ekki hafa verra af. Hvernig sem félagslifi manna ann-
ars er farið, verða þeir að geta treyst hver öðrum bæði til
eins og annars, því að öll samskipti manna hvíla og lilj óta
að hvíla á gagnkvæmu trausti, ef þau eiga að lialdast
lieilhrigð og allt á ekki að fara á ringulreið. En á þessu vill
verða allmikill misbrestur, einkum í liinum yngri og óþrosk-
aðri þjóðfélögum, þar sem menn hafa ekki lært, hvers virði
s a n n s ö g 1 i, o r ð h e 1 d n i og ráðvendni eru í öll u fé-
lagslífi, og vita því ekki, hvað til þeirra friðar heyrir. Vér
verðum því að setja oss svonefndar samlífsdvggðir og
ódyggðir svo skýrt fyrir sjónir sem verða má. En fyrst verð-
um vér þó að gera oss grein fyrir, hverskonar félagslmeigðir
])að eru, sem manninum eru i eðlið bornar.
5. Félagshneigðir. Ef vér megum trevsta upptalningu
McDougalls á helztu eðlishvötum manna og málleysingja,
eru sex, eða öllu heldur sjö hvatir af fjórtán þess eðlis, að
þær benda frekar til félagslyndis og sameiginlegra átaka en
til liins, að liver starfi sér, og eru því að vissu leyti siðræns
eðlis og geta myndað undirstöðu félagslífsins. Það er þá fvrst
og fremst lijarðhvötin eða sjálft félagslyndið, að una helzt inn-
an sins flokks eða með sínum líkum; þá er hvötin til yfir-
drottnunar eða auðsveipni, sem gerir meira eða minna vart
Við sig í hverjum flokki eða hópi manna eða dýra; einn vill
i'áða, en aðrir hlýða; og svo er það kynhvötin, er dregur til
ásta; fósturhvatirnar, er lýsa sér í umhvggju fyrir ungviðinu,
og nauðleitarhvöt ungviðisins sjálfs, ef hætta er á ferðum. En
við þetta má bæta eftirhermuhneigðinni, sem er svo rík í fari
harna og unglinga og raunar líka fullorðinna; en hún kemur
vfirleitt mönnum og málleysingjum til þess meira eða minna
ósjálfrátt að semja sig að siðum og háttum þeirra, er þeir
umgangast, svo að fé verður jafnan meira eða minna fóstri