Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Síða 113
111
smáspringa út; liúp blómgast, og að því dregur, að hún frjóvg-
ist og beri ávöxt. Þetta á auðvitað og fvrir unglingnum að
liggja, er hann hefir aldur til, en hezt væri þó, að liann hefði
þá náð fullum þroska. En er freistingarnar til þessa fara að
koma upp í pillum og stúlkum, eru þau sjaldan fullkomlega
vitandi vits. Þau revna þá ýmislegt, sumt, sem er unaðslegt,
gott og inndælt, annað, sem er misjafnt, ógeðslegt og jafnvel
ljótt. Þau fara þá að nevta ávaxtarins af skilningstré góðs og
ills. En mikið er undir því komið, hvernig þá tekst til, jafn-
vel öll lífshamingja þeirra. Sumir finna þá sjálfa sig fyrir
fullt og allt, en aðrir týna sjálfum sér. Er þá svo mikil eftir-
sjá að sakleysinu? Ekki ef þvi er fórnað á altari ástarinnar
og ástin helzt. En hér er vikið að þessu af því, að kynhvötin
er einhver frumstæðasti og sterkasti þátturinn i eðlisgei’ð
mannsins. En víkjum nú að hinum öðrum eðlisþáttum hans.
7. Börn og unglingar á uppvaxtarárunum. Fvrsta samfélag-
ið, sem barnið er borið i, er fjölskyldan. Þar elst ]iað upp, og
þar fær það sín fyrstu kynni af samlífi og samvinnu fleiri
eða færri manna. Foreldrarnir liafa stofnað heimilið og reyna
að lialda því við með börnum sínum og hjúum, og þar er
]iegar að sjá nokkra verkaskiptingu, en jafnframt margliátt-
aða samvinnu. Húsbændur segja fvrir verkum, en hjú og börn
hlýða. Þá er börnin komast á legg, er ætlazt til, að þau hjálpi
til við hitt og þetta. En ósjálfrátt fara börnin þegar á unga
aldri að kunna betur við sig heima en annarsstaðar. Og þeim
er ætlað hitt og þetta. Þau eru látin vaka yfir túni, sitja hjá,
fara á ínilli, flytja á engjar o. fl., og eru notuð í hitt og þetta
snatt innan bæjar og utan, livort sem þeim nú í fyrstu er
þetta ljúft eða leitl. Þau venjast á þetta og taka þessu að sið-
ustu sem sjálfsögðum hlut; sum eru meira að segja öll af
vilja gerð og leggja sig fram um þetta og annað, sem þeim
er upp á lagt.
En svo er að víkja að öðru, sem engu síður er undirbúningur
undir fullorðinsárin, og það eru leikir barna og unglinga.
Þar ber hvað mest á hermihneigðinni, lmeigðinni til samvinnu
og verkaskiptingar, á metnaði, kappi og baráttu og margs-
konar eftirhermum eftir atferli fullorðinna manna, hvort sem
um búsýslu, ferðalög, kaupstaðarferðir, smalamennsku. eða
annað hátlalag er að ræða. í kappleikjum og glimum er tvenns
að gæta, hollustu og g'óðs samslarfs við lið það, sem maður
er í, en harðskevttrar og þó drengilegrar baráttu við hitt liðið.
A unglingsárunum ganga menn og í ýmisskonar unglingafélög