Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 116
114
minna um framtíð barna sinna? Því að auk þess sem þetta
ber vott um léttúð og siðleysi í ástamálum, er. það ekki ein-
ungis háskalegt fyrir mæðurnar, sem oft verða einmana og
vfirgefnar, heldur og fyrir börnin, sem þá einatt eignast ekki
neitt heimili, en alast upp á hrakhólum. Nokkur hætta stafar
og þjóðfélaginu af þessu, því að lausaleiksbörn eru oft hinn
mesti vonarpeningur, einkum ef hvorki faðerni né móðerni
er gott, þótt stöku sinnum skari þau fram úr flestum skil-
getnum börnum. Þessi léttúð er því í alla staði viðsjárverð,
auk þess sem hún nú er orðin þjóð vorri til vansæmdar út á
við. Eða livað segja menn um það, að um 70 „ástandsmeyjar“
hér í Reykjavík einni saman skuli ekki einu sinni hafa getað
greint nöfnin á feðrum barna sinna? —
Nú er þó eins og menn, einkum á síðari árum, séu farnir
að átta sig á, að hér sé ekki allt með felldu, og að leggja beri
meiri áherzlu á heimilin og heimilislífið en gert hefir verið.
Það sýnir meðal annars stofnun liinna fjölmörgu liúsmæðra-
skóla víðsvegar um land, enda er hollt og gott mataræði þjóð-
inni liin mesta nauðsyn. En þótt gott mataræði og góð um-
gengni á heimilum sé í alla staði mikilsverð, þá lifa menn
þó ekki á einu saman brauði og því síður á hannyrðum og'
stássi. Slíkt gleður auðvitað augað og eykur heimilismenn-
inguna, er svo smám saman eykur menningu þjóðarinnar í
heild. En liitt er þó meira um vert, að heilsufræðin skipi all-
rífan sess í uppeldi ungra kvenna, svo og tilsögn í hollri og
góðri meðferð ungbarna og uppeldi þeirra. Aðalatriðið verður
þó jafnan það að geta alið börnin upp svo, að þau verði að
heilbrigðum, kjarkmiklum, vel uppfræddum ungmennum, og
má hvorki spilla þeim með lióflausu eftirlæti né heldur bæla
þau og hálf-drepa með alltof ströngu uppeldi. En þær stúlk-
ur, sem ekki hafa ráð á að ganga í skóla til að læra þetta,
ættu heldur að leita inn á góð heimili, þar sem þær gælu
lært notalega matreiðslu og snotra húsumgengni, en í búð-
arstöður o. þvl., að ég nefni nú ekki þessar óþverra „shopp-
ur“, sem sumar þeirra liafa villzt inn á liin síðari ár. Yfir-
leitt verður íslenzkt kvenfólk að breyta mjög til hins betra
í lifnaðarbáttum sínum, ef það vill aftur ávinna sér það álit,
sem það áður liafði með þjóðinni, og' íslenzkar konur verða
jafnan að vera þess minnugar, að þær eiga að verða mæður
b a t n a n d i kynslóða. En skírlífið verður æ þeirra bezta skart.
10. Ástir karls og konu. Eitthvert tíðasla vrkisefni í öllum
skáldskap eru ástirnar milli lcarls og konu; en það má segja,