Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 117
/
115
að þær séu jafn-margvíslegar og mennirnir eru, allt frá hinni
dýrslegustu girnd og losta upp til heitustu og innilegustu
ástar. Hvort missir „hreinleikans“, sem svo er nefndur, á að
reiknast til syndar eða ekki, fer eftir því, livernig ástin er.
Þar mætti tilfæra orð ameríksku konunnar, er sagði: „Sá getn-
aður, sem getinn er í ástum, er heilagur getnaður." En þá
mætti ef til vill líka segja, að getnaður, sem getinn væri í
girnd og losta, væri dýrslegur getnaður. Þó skal ekki fyrir
það synjað, að hann geti ekki revnzt jafn-góður í lífinu og
hjónabandsbarnið og jafnvel stundum stórum hetri og dug-
legri. Er þar mikið kornið undir erfðunum (sjá I, III). En
hver er þá munurinn á girnd og ást? Girndin liugsar aðeins
til stundar svölunar, en ástin til frambúðar og innilegs sam-
lífs, þótt það takist misjafnlega fyrir skapgalla annarshvors
hjónanna eða heggja eða það, að þau eigi alls ekki saman.
Öll sönn og einlæg ást er falslaus, og henni koma aldrei
svik í hug. í henni er eitthvað bindandi, éitthvað heilagt, sem
ekki má rifta. Hún er full fyrirheita, þótt engin bein lofoi’ð
séu um þau gefin. í allri sannri ást er því e.inhver sérstök
t r y g g ð og t r ú f e s t i, sem heldur meir en hún lofar og
fórnar sér jafnvel fvrir þann eða þá, er hún elskar; enda
mvndar ástin það lieitasta og innilegasta samfélag, sem til
er manna í milli. Hún er og undirstaða alls góðs heimilis-
lífs og gerir lieimilið að nokkurs konar græðireit liinnar upp-
vaxandi kvnslóðar. En eins og sagt hefir verið, og með fullum
sanni, eru heimilin möskvarnir í þjóðlífsnetinu.
En nú er, eins og menn vila, ástin breytileg, heimilin mis-
jöfn og lijónaböndin upp og niður. Er þó jafnan mikill á-
byrgðarhluti, ef börn hafa fæðzt í hjónabandinu, að slíta því,
og það einmitt barnanna vegna. Ættu menn því jafnan að
hugsa sig vel um, áður en það er gert. En svo illt og óþolandi
getur hjónabandið orðið, að ekki sé annað vænna en að slíta
því. En þá ætti jafnan að gera einhverjar sérstakar ráðstaf-
anir um framtíð barnanna aðrar og ef til vill meiri en þær,
er lögin áskilja, og ættu þær að vera bindandi fvrir báða
foreldra.
Af því að hjónabandið reynist svo misjafnlega, hafa mý-
margir látið í ljós þá skoðun, að „frjálsar ástir“ væru ákjós-
anlegri. En auk þess, sem þær veita börnunum ekki neina
verulaga tryggingu fvrir uppeldi þeirra, er hætt við, að allt
fari á ringulreið, og góðir erfðastofnar (sbr. I, IV, 3) geta þá
tæplega mvndazt.