Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 120
118
stéttabaráttunni leiðir að vísu það, sem ekki er nema gott
eitt um að segja, að hinar vinnandi stéttir hafa fengið betri,
hollari og hagkvæmari lífsskilyrði við að búa og að þeim er
tryggð réttlátari skipting arðsins en áður var; en af stétta-
baráttunni getur líka leitt spellvirki og blóðsúthellingar, en
tíð verkföll og verkbönn, sem oft eru gerð, þegar livað mest
er í húfi og verst stendur á, geta orðið veikbvggðu þjóðfélagi
til hins mesta háska. Ef verkfallsskrúfan að neðan eða hátt
verkakaup gerir atvinnufyrirtækin svo óarðvænleg, að þau
verði ekki rekin nema með tapi, en skattskrúfan að ofan sýg-
ur svo blóðið undan nöglum skattþegnanna, að þeir fái ekki
haldið atvinnufyrirtækjunum við, hvað þá heldur eflt þau,
þá er illa farið fyrir þjóðfélaginu, þvi að þá blæðir atvinnu-
vegunum, sem það átti að lifa á, út, og þjóðarauðurinn fer
siminnkandi, unz allt leggst í kaldakol. Eins er það, ef stétt-
irnar gera síhækkandi kröfur um aukið kaupgjald og verð-
lag innlendra afurða, samanborið við það, sem annarsstaðar
er, þá hefir það síhækkandi dýrtíð og síaukið verðfall pen-
inga í för með sér, svo að fjármagn einstakra manna og þjóð-
ar getur svo að segja að engu orðið. Það er vfirleitt bölvun
hverju þjóðfélagi, að geta ekki sniðið sér fjárhagslegan stakk
eftir vexti og samið sig að háttum og verðlagi viðskiptaþjóða
sinna. Hatrömm stéttabarátta getur og sundrað þjóðfélaginu,
og sihækkandi verðlag, skattar og tollar geta valdið fjárhags-
legu hruni.1)
13. Þjóðfélagið og ríkið. Stéttirnar eru ekki annað er starfs-
öfl þjóðfélagsins, eins og atvinnuvegirnir eru lífæðar þess,
sem hvorki mega teppast né tæmast, lieldur starfa af fullu
fjöri fvrir afkomu þjóðarheildarinnar. Því mega stéttirnar
ekki eingöngu iiugsa um eigin hag, lieldur og hag alþjóðar.
Þeim ber að vinna saman að alþjóðarheill undir forustu
ríkisvaldsins. Rikisvaldið skiptist, eins og kunnugt er, í þrennt,
löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald. Löggjafarvald-
ið semur lög þau og fyrirmæli, sem þegnunum er ætlað að
hlýða, bæði hegningarlög og lög um borgaraleg viðskipti.
Lögreglan og dómsvaldið eiga að gæta þess, að lögunum sé
hlýtt, en dómendur dæma í málum þeim, sem fvrir þá eru
lögð. Framkvæmdavaldið á að sjá um og annast rekstur
alls hins opinbera, og að greiða fyrir atvinnurekstri og af-
komu þegnanna, svo sem það má. Innan þessara vébanda
1) Shr. Alm. sálarfræði, II. útg., hls. 422.