Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Qupperneq 121
119
laga og réttar, sem heimtar það sama af öllum þégnum sín-
um, á þjóölífið að dafna og þróast. En þar er mest um vert
samhug og samvinnu allra stétta um sameiginlega heill ætt-
landsins og góða afkomu alþjóðar, er líta má á sem eitt stórt
heimili. Ætli einhver ein stétt eða fleiri að gerast ofjarlar
liinna með því að hrjótast út úr þessari samábyrgð um af-
komu alþjóðar, verður að kenna henni að lifa, ýmist með því
að sýna lienni fram á, að hagur alþjóðar sé meira virði en
stundar- og stéttarhagsmunir, eða þá beinlínis með lagaboð-
um um, að hvorki megi hefja verkbönn né verkföll, ef eða á
meðan það geti talizt þjóðhætlulegt. Æskilegast væri, að allar
fullgildar stéttir ættu sín fulltrúaráð innan annarrar hvorrar
þingdeildar, og' að þau að lögum væru skyldug til að útlcljá
öll deilumál stéttanna innan þings en ekki utan. Þá héldist
vinnufriður í landinu, og þá væri fulltrúaráðum stéttanna
einum um að kenna, ef ekki tækist að leysa úr deilumálum
þeirra. Eu slík þingskipun mun enn eiga nokkuð langt í land.
14. Réttindi og skyldur samþegna. Af því, sem nú hefir verið
sagt, má ljóst vera, að allt félagslíf er nokkurskonar sam-
vinna eða samstarf og að þjóðfélagið er félag félaganna, þar
sem mönnum eru tryggð viss réttindi, en þeir á hinn bóginn
hafa ákveðnar skvldur að rækja, hver á sínu sviði. Má líta á
öll menningar-þjóðfélög sem nokkurskonar samvinnufélög
sérgreindra stétta, þar sem hver stétt og hver einstaklingur
innan liennar hefir sinna réttinda og skyldna að gæta, en
allir eiga að sjTia þjóðfélagsheildinni og ríkinu fullan þegn-
skap. En öll raunveruleg samvinna er í þvi fólgin, að menn
geti gert vissar kröfur hver til annarra um þau verk, sem þeir
liafa undirgengizt, um það, að þau séu vel og trútt af hendi
leyst og við sanngjörnu verði. Því-ætti livert ríki að hafa ein-
hverja þá stofnun, er menn gætu leitað til, ef verk væri ann-
aðhvort illa af hendi leyst eða selt óhóflegu verði. Það myndi
þegar girða fyrir tvennt, sem allmikið ber á í nútíma-þjóðfé-
lögum, óvandvirkni og okur. Vér verðum að muna það, að vér
erum allir samþegnar og sömu þjóðar, og að því aðeins getur
þjóðlíf vort hlessazt og blómgazt, að liver maður geri skyldu
sinasem bezt hann getur. Kröfur annarra til vor eru skylda vor
gagnvart þeim, og skyldur þeirra við oss eru réttur vor á hendur
þeim. Þannig eru réttindi og skyldur ekki annað en það, sem
sprettur af réttmætum kröfum vorum livers til annars
í þarfir og þjónustu sjálfra vor og allrar lieildarinnar. En
allt samlíf og samvinna verður að hvíla á gagnkvæmu