Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 123
121
að taka ofan, þegar inn er gengið, heilsa, ganga ekki með
hendur í vösum, troða ekki upp á borð og bekki, skrafa ekki í
kennslustundum og koma kurteislega fram við kennarana. Þá
er búðarhangsið í frímínútunum næsta leiðinlegt, ogsvo kæru-
leysið í öllum undirhúningi, hirðuleysi með ritföng og annað,
sem börn eiga að hafa með sér í skólana og ill meðferð á
kennslubókum. Allt slíkt væri átalið i erlendum skólum, en
hér er það látið viðgangast í stærri eða minni mæli, og er
þar auðvitað eftirgangsleysi kennaranna mikið um að kenna
og svo foreldrum og öðrum, sem eiga að lita eftir slíku í
heimahúsum. En ef þessu heldur áfram og' ekki er rönd við
reist, þá er hætt við, að æskan verði nokkuð uppivöðslusöm,
þegar hún kemst á legg, og að það verði ekki beint siðað fólk
cða siðfágað, sem upp af þessu sprettur. Því er ekki ráð nema
i tíma sé tekið, að skólastjórar og kennarar reyni að taka
sig alvarlega saman um að hafa strangara eftirlit og aga í
skólunum og að foreldrar venji börn sín á betri og siðsamari
framkomu.
17. Óstundvísi og eftirlátssemi í starfi. En það er margt ann-
að fleira, sem menn hér reka augun í bæði hjá ungum og
fullorðnum. Það er fvrst og fremst óstundvísin. Margir menn
koma ekki til vinnu sinnar, fvrr en seint og síðar meir og eru
þá úrillir eða illa fyrir kallaðir, en það stafar einatt af næt-
urdrolli, vökum og jafnvel ólifnaði. Sumir vinna og með
hangandi hendi allan daginn eða eru að masa við aðra um
hitt og þetta og standa þá oft innan borðs í stærri eða minni
hópum, á meðan fólk biður eftir afgreiðslu. Sumir reykja og
við vinnu sína, en það þætti alveg einstakl fyrirbrigði er-
lendis og myndi varða burtrekstri. En Iiér er fleira liðið en
viðast annarsstaðar. Hér er oft stærra eða minna samsafn af
líttvinnandi fólki á mörgum opinberum skrifstofum ríkis og
bæjar, fólki, sem tekið hefir verið af kunningsskap eða í gust-
ukaskyni, en ekki af því, að þess væri bein nauðsyn. Veit ég
um eitt fvrirtæki, sem á meðan það var ríkisfyrirtæki hafði
um 20 manna starfslið, en er nú rekið af segi og skrifa 5
mönnum. Þá eru fríin og helgidagarnir, sem alltaf er að fjölga.
Maður skyldi ætla, að ekki auðugri þjóð en Islendingar eru
eða hafa verið þvrfti að nota tímann á móts við aðrar þjóðir,
en hér eru hálfsmánaðar- og vikufrí, tveir og þrír helgidagar
í röð, er ekki þekkjast meðal annarra þjóða, og auk þessa
ýmis frí aukreitis við minningarhátíðir, jarðarfarir og jafnvel
mjólkur- og brauðsölubúðum lokað lieila daga! Þetta þekkist
16