Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 125
123
sem menn þóttust vera að skemmta sér. Og nú eru menn
farnir að drepa sig á sjóreknu eitri í þeirri veru, að það sé
vínandi. En svo mun jafnan fara, þar sem óeðlilegum höml-
um er beitt.
Ég hefi ekki getað fengið yngri skýrslur um áfengisnautn
vora og annarra þjóða en frá 1936, en þá var:
Áfengis-, vín- og tóbaksnautn Norðurlandaþjóða.
sem hér segir: Vinandi Vin Tóbak
í Sviaríki 2.2 1 0.9 1 1.4 kg
í Danmörku 1.4 - 2.1 - 2.2 —
í Noregi 0.96 - 1.6 - 1.2 —
Á íslandi 1.1 - 0.3 - 0.8 —
á hvert mannsbarn í löndum þessum, og var þá eins og taflan
sýnir einna lægst hér. Verður þvi ekki sagt, að íslendingar
hafi -þá verið sérstakir ofnautnamenn, heldur þvert á móti.
En er litið er á peningaevðslu landsmanna í vínföng og tóbak,
verður ekki annað sagt en að þetta, eins og fjárhag lands-
manna var þá farið, væri of dýru verði keypt. En þar er einka-
sölum ríkisins mest um að kenna, er notaðar hafa verið sem
nokkurs konar mjólkurkýr til handa rikissjóði til þess að
afla honum tekna og fá sem mest inn fyrir vörur þessar.
Árið 1938 var peningaeyðsla landsmanna í áfengi og tóbak
svo sem hér segir:
í áfengi og vin ....... ....... kr. 3 352 131
í tóbak ....................... — 4 239 000
Samtals kr. 7 591 131
Eða allt að því 8 milljónir króna, sem þá virtist óhófleg upp-
hæð hjá svo fámennri þjóð og litilsmegandi, er þá átti naum-
ast fyrir skuldum. Og hvað hcfði mátt kaupa þá og kaupa
árlega af framleiðslutækjum, bæði togurum og öðru, fyrir
þær upphæðir?
En hvað er þó þetta nema smámunir í samanburði við
eyðslu landsmanna í vínanda og vinföng síðan, en hún hefir,
eins og sýnt mun verða, skipt tugum milljóna hin síðari ár.
Áfengi og vínföng árin 1940—44.
Innkaupsverð Útsöluverð
Arið 1940 ........... kr. 854 495 kr. 5 045 838
_ 1941 — 843 352 — 3 481.650
_ 1942 — 1 185 440 •— 8 084 473
_ 1943 — 2 030 152 — 22 049 784
_ 1944 .......... — 2 948105 — 36 770 158
Samtals siðustu 5 ár kr. 7 861 544 kr. 75 431 903