Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 126
124
A þessum síðustu 5 árum hefir þá áfengi og vín verið keypt
inn fyrir tæpar 8 milljónir króna, en selt út til almennings
fyrir nærfellt 7 5 V2 m i 11 j ó n k r ó n a . Manni blöskra þessar
tölur! En þar er ekki landsmönnum einum um að kenna,
heldur sjálfri ríkisstjórninni, er hefir látið sér sæma að hækka
verðið á áfengi og tóbaki til stórra muna frá því í septem-
ber 1948, um 50% eða jafnvel meira. Mundi slíkt þykja vel
á lagt lijá heildsölum og öðrum einkafyrirtækjum og vera
nefnt okur, en hjá ríkisstjórninni heitir það aðeins aukinn
skattur á munaðarvöru landsmanna. En getur það heitið
sæmilegt frá siðferðilegu sjónarmiði, að ríkisstjórn og al-
þingi gefi slíkt fordæmi?
Er nú unnt að gera sér hugmynd um áfengisnevzlu lands-
manna, miðað við hvern einstakling, á þessu sama árabili ?
Auðvitað er samanburður við nevzíu annarra Norðurlanda-
þjóða útilokaður. En ef miðað er við 100% stvrkleika af alko-
hóli, þá kemur á þessu árahili
árið 1940 á einstakling ...................... 0.83 I
— 1941 - — 0.57 -
— 1942 - — 0.63 -
— 1943 - — 1.33 -
— 1944 - — 1.57 -
eða liðlega IV2 lítri á mann. En þá er á það að líta, að það
eru fleiri en íslendingar, sem liafa notið þessa, því að bæði
hafa þær sendisveitir erlendra ríkja, sem hér dveljast, fengið
vínföng hjá vínverzlun ríkisins, svo og skip, sem eru i förum
milli landa, og loks er ekki vitað, hve mikið eða lítið hefir
verið kevpt fyrir setuliðsmenn, svo að lítt mögulegt er að
segja, hvort eða hve mikið áfengisnautn landsmanna hefir
aukizt eða minnkað, en sennilega mun hún haf-a aukizt nokk-
uð og mun þá vera sem næst IV2 1 á mann. Og er það tiltölu-
lega lítið á móts við allan þann peningaaustur, sem farið hefir
i þetta. Er þá svo að skilja, að Islendingar séu orðnir slíkir
óhófsmenn og eyðsluseggir, að þeim sé ekki bót mælandi? —
Þar höfum vér annað dæmi í tóhaksnautn landsmanna,
sem einnig virðist fara sívaxandi, einkum cigarettureyking-
arnar, sem sumir iðka svo að segja frá morgni til kvölds og
meira að segja stundum næturnar með.
E'f vér nú förum með tóbakið líkt og vínið og semjum oss
yfirlit vfir bæði innkaupsverð og útsöluverð á tóbaksvörum
og tóbaksgerð síðustu 5 árin, þá er það svo sem hér segir: