Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 127
125
Tóbaksvörur og tóbaksgerð 1940—44.
Innkaupsverð Útsöluverð
Arið 1940 ........... kr. 1 333 718 kr. 4 913139
— 1941 ............. — 1 910 324 — 7 289 772
—. 1942 ............. — 2 311 571 — 9 576 282
— 1943 ............. — 3 063 424 — 10 002 555
— 1944 ............. — 2188 699 — 14 518 908
Samtals kr. 10 807 736 kr. 46 300 656
Sé nú þessari upphæð deilt með árafjöldanum, þá kemur
í ljós, að vér liöfum eyít í tóbak allskonar 9j4 milljón að
meðaltali á ári, en hvert og' eitt einasta mannsharn á landinu
að meðaltali 77 kr. á ári; í vínföng allskonar 15 mill. og 100
þús., en á livert mannsharn 126 kr. á ári, samanlagt 203 kr.
á hvern einasla einstakling, ef reiknað er með 120 þús. íhúum
á öllu landinu. En heildarupphæðin, sem sóað hefir verið i
vínföng og tóhak síðastliðin 5 ár, er alll að því 122 millj-
ónir króna eða liðugar 1000 kr. á mann. Og eftirtektar-
vert er, að menn liafa sóað meira og meira í þetta frá ári til
árs, og þó mestu, eftir að hvortveggja varan var liækkuð um
50%.
Þetta er gegndarlaus misnotkun fjár, og þótt mest af því
fari í ríkisféhirzluna, en þaðan aftur til þeirra, sem geta ekki
fvllilega alið önn fvrir sér upp á eigin býti, þá ber þetta þó
vott um frámunalega sóunarsemi og nautnahneigð nokkurs
hluta þjóðarinnar. En er þá ekki eitthvað annað á þessum
sömu árum, sem mælir oss bót, ber vott bæði um fyrirhvggju
og sparsemi?
19. Sparifé landsmanna. A sama tíma og nokkur hluti þjóð-
arinnar hefir sóað þessu í áfengi og tóhak eða öllu heldur
dembt því í rikisféhirzluna, hefir mikill meiri hluti lands-
manna sýnt þá forsjálni að safna sér stórfúlgum í bönkum og
sparisjóðum. A sama tíma og menn liafa evtt 75 milljónum
króna í áfengið, hefir hávaði landsmanna safnað sér fram til
síðustu áramóta allt að 600 milljónum kr. í febrúarliefti Hag-
tíðinda 1945 segir, að í janúar 1945 hafi verið:
í sparisjóöum ................ ki'. 371 654 OftO
- hlaupareikningi ............ — 228 136 000
Kr. 599 790 000
eða sem næst 600 milljónum lcróna, og er það dálaglegur
skildingur, sem að mestu leyti er trvggður í erlendum gjald-