Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 128
126
eyri, því að innieign bankanna á sama tíma lijá erlendurn
bönkum nam rúmum 567 mill. króna.
Kunni nú íslendingar með þetta fé að fara, þá eru þeir,
þrátt fyrir allt, allvel á vegi staddir; enda höfum vér nú með
stofnun lýðveldisins tekizt þær skyldur á herðar að sjá sjálf-
um oss farborða bæði í bráð og lengd. En þá er einmitt tími
til kominn að atliuga, livaða félagsdyggðir muni vera oss hvað
nauðsynlegastar til þess, að félagslíf vort geti ekki einungis
talizt lieilbrigt, heldur og tekið framförum til hins betra. En
þar vildi ég fyrst og fremst leggja áberzlu á breytt og bætt
uppeldi, hófsemi í öllum greinum og því næst það, er gerir
menn að sönnum mönnum og heilsteyptum. Því að illa upp-
aldir menn, nautnasjúkir menn og lítilmenni geta aldrei
myndað neitt fyrirmyndarþjóðfélag. Til þess þarf fyrst og
fremst dáðrakka menn og athafnasama, sem vilja taka sér
fram og gera skyldu sína í hvivetna. Og til þess að þjóðfélagið
geti orðið heilbrigt og traust, verða menn að geta unnið sam-
an og treyst Iiver öðrum og jafnan tekið böndum saman um
heill og hamingju alþjóðar, livar og bvenær sem þess er kraf-
izt. Menn verða því jafnan að geta sýnt sig að þessu þrennu,
skapfestu, ráðvendni og þegnskap.
20. Sannur maður. Þótt margar samlífsdyggðir, svo sem rétt-
læti, sanngirni og góðvild, er koma síðar við sögu, geti komið
til greina, þá er hér fvrst og fremst um að ræða þær dvggðir,
er gera manninn að sönnuin manni, sem unnt er að trúa og
treysta í öllum greinum. En hvað er þá sannur maður?
Því er í raun réttri fljótsvarað. Sannur maður mundi sá
vera talinn, livort sem um karl eða konu er að ræða, sem
er hreinn og beinn, heill og ósvikinn, í hugsunum, orð-
um og gerðum. En til þessa myndu svara þrjár sam-
lífsdyggðir, sannsögli, orðheldni og ráðvendni.
í hugsuninni er það sannsöglin og sannleiksástin, sem mest
ríður á; í orðunum, og' þá einkum loforðunum, orðheldn-
in, en í framkvæmdinni ráðvendnin, sem mest er undir
komið. Sannur maður er beill og ósvikinn, segir ekki ann-
að en það, sem bann getur staðið við, og er binn ráðvand-
asti í allri breylni sinni og framkvæmdum. Því er lika óhætl
að trúa lionum og treysta. Hann er, siðferðilega séð, fullgildur
þegn og samstarfsmaður. En bvað fela nú dvggðir þessar í
sér, livernig standa þær af sér hver til annarrar? Og hverjar
eru andstæður þeirra?
21. Sannsögli og hreinskilni. Sannsöglin er í því fólgin að