Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 129
127
segja sem sannast og réttast frá því, sem maöur er spurður
um. Ræða vor á að vera sönn mynd vitneskju vorrar og skoð-
ana um livað eina, svo að hver maður geti trevst því, sem vér
segjum. Þegar um vitnisburð er að ræða, kemur sannsöglin
til greina, og hún nær ekki og getur ekki náð lengra en áreið-
anleg vitneskja vor nær. En ef um skoðanir sjálfra vor er að
ræða, er oss í sjálfsvald sett, hvort vér látum þær uppi eða
ekki og getur oft verið réttast að láta þær ekki uppi, einkum
ef það getur orðið öðrum til tjóns eða miska. En ef vér látum
þær uppi, ber oss að segja frá þeim hreinskilnislega. Sérstak-
lega megum vér livorki játa né neita né dragast á annað en
það, er vér getum staðið við. Ósannsöglin, livort sem liún nú
sprettur af undirhyggju, fláttskap, liræsni eða lieigulshætti,
er einskonar falsmynt í samskiijtum vorum við aðra, og þeim
mönnum, sem liana iðka, verður ekki treyst til iengdar. Sann-
söglin er aftur á móti samsvörun hugsunar og talaðs orðs
annars vegar, yið staðreyndir og veruleika hins vegar, og'
þessu er óhætt að treysta, því að það eru staðreyndirnar og
hlákaldur veruleikinn, sem staðfesta orð hins sannsögula
manns, en gera hina ósannsögulu að ósannindamönnum. Þó
her að hafa hugfast, að menu geta sagt ósatt annaðhvort af
ógáti eða glevmsku eða ónógri eftirtekt, og her ekki að taka
hart á því; en vísvitandi lvgar ætti ekki að þola, einkum ef
þær geta orðið öðrum til tjóns eða miska, enda ræna þær
brátt manninn allri tiltrú. Menn gera einnig lítið úr sjálfum
sér með því að segja ósatt, en vaxa af því að segja satt. Eins
og lvgin er oft vottur lítilmennsku og hugleysis, eins þarf oft
þor og hugdirfð til þess að segja fullan sannleikann.
22. Nauðlygar. Oft má þó satt kyrrt liggja, einkum ef það
veldur öðrum áhvggjum eða kvíða eða beinu tjóni. Og stund-
um eru menn beint til nevddir að breiða vfir sannleikann og
jafnvel að bregða fyrir sig ósannindum, ef einhvers konar
óheill getur af því stafað að segja fullan sannleikann. Eru
þetta því réttnefndar nauðlvgar. Nánustu vandamenn
manns, læknar, hermenn og jafnvel liver óbreyttur borgari
geta komizt í þann vanda að mega ekki segja sannleikann,
ef þeir vilja ekki bregðast nærfærni sinni, þagnarheiti eða
þegnskap. Og þá er oft ekki nóg að þegja og verjast sagna,
heldur verður að bregða einhverju sennilegu fvrir sig, svo-
nefndum „hvítum lygum“. Hér, eins og svo oft endranær í
lífinu, verða árekstrar milli tveggja eða fleiri siðferðilegra
sjónarmiða, og verður þá það, er telst minna virði, að láta í