Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Síða 130
128
minni pokann fyrir liinu. Veröa menn því í livert skipti að
gera það upp við sjálfa sig, hvort sé meira virði lieill ástvin-
arins, hugró sjúklingsins, óhultleiki hers og lands eða þá liitt,
að segja eins og er. Verða menn þá oft heldur að taka bæði
áhættuna og sökina á sjálfa sig en að ljósta því upp, sem haft
getur illar afleiðingar. Rétt er og, að menn temji sér varfærni
í orðum í daglegri umgengni, séu ekki of berorðir. Aldrei
skyldu menn þó að þarflausu segja annað en sannleikann, ef
að því er innt og' til þess ætlazt, t. d. fyrir rétti, eða þegja að
öðrum kosti.
23. Hreinskilni í opinberu lífi. Þá mun rétt að drepa á það,
sem nefna mætti hreinskilni í opinberu lífi. Hún er i því fólg-
in, að hver fullveðja þegn í lýðfrjálsu landi á að mega láta
uppi rökstudda skoðun sína um það, sem aflaga kann að fara,
og þá jafnframt henda á það, er verða mætti til úrbóta. Þetta
krefst hugsanafrelsis, málfrelsis ognitfrelsis þegnanna, mann-
réttinda, sem þeim eru heitin í stjórnarskrá livers lýðfrjáls
lands. Leggja menn svo mikið upp úr þessu sumstaðar, eins
og t. d. i Englandi, að formenn andstöðuflokka stjórnarinnar
í enska þinginu eru launaðir ráðherralaunum, svo að þeir án
nokkurs tillits til eigin hagsmuna geti komið fram með hverj-
ar þær aðfinnslur á opinberu lífi, er þeirn þykja réttmætar, og'
bent á það, sem betur mætti fara. Þetta ber vel að greina frá
liinum óþokkalega áróðri stækra floklcshlaða, er oft leggja
menn annarra flolcka í einelti með rógi og lygum fvrir litlar
eða engar sakir. Er þá sjaldnast greint milli þess, sem satt
er eða logið, og' einatt beitt hinum ósvífnustu dylgjum og' að-
dróttunum þessum mönnum til ófrægingar. Slíkur áróður er
ein af skuggahliðum lýðræðisins og vekur andstvggð allra rétt
hugsandi manna. Þó er sá siður enn verri og skaðsamlegri
til langframa, sem hafður er í flestum einræðisríkjum, að
kúga menn til þess að fylgja ákveðnum stjórnmála-, siðferðis-
og trúarskoðunum, því að það gerir menn að þrælum, enda
elur það ekki annað af sér en liræsni, yfirdrepsskap og þý-
lyndi. Þvi er hreinskilni hæði í einkalifi og opinberu lífi ákaf-
lega mikils virði, sakir holluslu þeirrar, sem lienni er sam-
fara, og viðleitninnar til að laga það, sem aflaga kann að fara.
En hún er ekki alltaf jafn-kærkomin, og lengst af munu menn
eiga örðugt með að verða á eitt sáttir um úrbæturnar.
24. Orðheldni og skilvísi. Til er þýzkt máltæki, er sýnir, live
mikils menn þar í landi hafa áður metið orðheldni og áreið-
anleik í viðskiptum. Það er stutt og laggott: Ein Mann — ein