Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 131
129
Wortl og þýðir ekki annað en það, að menn eigi jafnan að
standa við orð sín og eiða. Strákar segja líka stnndum hver
við annan: Sértu maður, þá stattu við það! — Betur .að þeir
mvndu það fullorðnir.
öllum er og kunnugt, liversu dýrt drengskaparorðið þótti til
forna; það var talið órjúfandi, og ef það brást, var sá hinn
sami talinn hvers manns níðingur. Enda er það prófsteinn-
inn á manngildi livers eins, að hann standi við orð sín. I því
er einmitt orðlieldnin fólgin. A hinn bóginn þykir það
jafnan fremur ómerkilegur maður, er svíkur loforð sín oft
og iðulega; fer venjulega svo á endanum, að lionum er alls
elcki trúað. En sérstaklega er orðheldnin ákaflega mikils virði
í öllum verzlunarviðskiptum af því, að hún vekur tiltrú;
en óorðheldnin að sama skapi skaðleg, af því að hún vekur
'vantraust og tortryggni. Og í erlendum viðskiptum getur einn
eða fáir óskilamenn komið því óorði á land og þjóð, að það
verði þjóðinni allri til hins mesta álitshnekkis. Ég man, livað
mér hrá í brún, er ég laust eftir aldamót las auglýsingu í suð-
urjózku almanaki, þar sem varað var við viðskiptum við ís-
lendinga, af því að þeir væru svo óskilvísir; og eins 1919, er
ég hlustaði á mál manna í London, þar sem íslendingar voru
settir á hekk með Armeningum og Grikkjum, er lengi liafa
þótt manna viðsjálastir í viðskiptum. Ekki þarf nema einn eða
tvo óskilamenn til þess að koma slíku óorði á heila þjóð, eink-
um á meðan hún er litt kunn, og vonandi liafa Islendingar
kynnt sig allt öðru vísi siðan. En þetta sýnir, að ekki þarf
nema einn gikkinn í hverri veiðistöð til þess að koma óorði
á hana alla. Því ættu menn að vera alveg sérstaklega vand-
aðir í öllum utanlandsviðskiptum, ef ekki sjálfra sín, þá
landsins og þjóðarinnar vegna. Því að þar er svo mikið í liúfi,
álit lands og þjóðar. En ef álitinu er glatað, þá er svo að segja
úti um þjóðina í viðskiptum liennar við aðrar þjóðir.
25. Óorðheldni og sviksemi. Eins og öllum má ljóst vera,
hvílir mest allt skipulag nútímaþjóðfélags á verkaskipting-
unni og á því, að hönd selji hendi svikalaust og undirhyggju-
laust, ef félagslífið á að haldast nokkurn veginn heilbrigt. Því
að öll svik, livort heldur er í orði eða verki, eru í raun réttri
stuldur frá þeim, sem fyrir þeim verða. Og svikin rýra þá
hina gagnkvæmu tiltrú, er allt heilbrigt félagslíf hvílir
og lilýtur að hvila á.
Þótt ég nú tilfæri nokkur dæmi óorðheldni og sviksemi frá
ýmsum sviðum í voru eigin þjóðlífi, mega menn ekki taka orð
17