Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 134
132
þeir væru að leika lcnattleik eða þvl., en ekki að vinna fyrir
bæinn. En það má nærri geta, hvort slík vinnusvik, því að
öðru nafni verður þetta ekki nefnt, valda ekki bæjarfélaginu
og öðrum vinnuveitendum stórfelldum útlátum án þess að
nokkurt sambærilegt verðmæti lcomi í staðinn. Yeitti ekki af,
að liér sem annars staðar væru settir tilsjónarmenn með
bverjum vinnuflokki, er liefðu vald til þess að víkja þeim frá
vinnu, er svikjust um, en verðlauna hina, sem ynnu vel og
dyggilega. Myndi verldagið þá fljótt breytast til hins betra
og vinnuafköstin verða bæði betri og meiri. En það er ærið
fé, sem fer i súginn með þessu vinnulagi.
27. Ráðvendni og tiltrú. Eins og sviksemi i livaða mynd sem
er vekur tortryggni og álitshnekki, eins vekur ráðvendni
og trúmennska í starfi óbilandi tiltrú. Manni, sem er
bæði sannorður, orðlieldinn og ráðvandur, trúa allir og
treysta. En slík tiltrú er ákaflega mikils virði bæði fvrir ein-
staklingana og þjóðlífið og jafnvel mannkynið í heild. Ein-
hvers staðar hefi ég lesið það, að maður einn i Bandaríkjun-
um, sem átti uppbafsstafina O. IÝ„ liafi merkt með þeim vöru
sína. En bún þótti svo góð og bera svo mjög af annarri sams-
konar vöru, að menn þurftu ekki annað en að sjá stafina til
þess að vita, að þar væri allt í lagi. Síðan er þetta: Oh-kay!
— allt í lagi! — orðið að viðkvæði um allan heim um það,
sem er i engu áfátt og ekki þarf á að líta. Er þetta enn ein
sönnun þess, hvílíkt traust menn geta borið til þess eða þeirra,
sem aldrei bregðast tiltrú annarra, hvort heldur er í orði eða
verki. Tiltrúin er þvi.bin traustasta undirstaða álits og góðrar
afkomu.
Það hefir verið haft að orðtaki í fleiri tungumálum en einu,
að ráðvendnin væri allra dyggða drýgst og langlífust, en af
hverju stafar þetta nema einmitt af því, að hún vekur
óbilandi tiltrú. Allt félagslíf manna og samskipti hvila,
eins og nú hefir verið sýnt, á gagnkvæmu trúnaðar-
trausti, á því, að bvorugur málsaðili svíki binn eða pretti.
Þetta er og undirstaða allrar samningagerðar. Má því segja,
að ráðvendni og tiltrú séu steinlím félagslífsins, eins og svik-
semi og ólieiðarleiki eru upplausnarefni þess. Því má endur-
taka það, að þeir einir séu sannir menn, sem eru lireinir og
beinir í hugsunum, orðum og gerðum, og standa við það, sem
þeir einu sinni hafa sagt og undirgengizt. Slíkir menn eru
máttarviðir hvers þjóðfélags, því að þeim er í öllu treystandi.
Og það er ótvíræður ávinnningur hverri þjóð, að unnt sé að