Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 139
137
lagalega réttlæti.1) Þetta réttlæti fer ekki eftir settum reglum,
heldur eftir málavöxtum í hvert einstakt sinn og styöst aðal-
lega við réttlætistilfinningu manna og sanngirni. Það er því
að vissu leyti næmara fvrir og betra en hið lagalega rétt-
læti, og getur dómarinn farið eftir því, þar sem lögin þrýtur.
Hann dæmir þá eftir beztu samvizku sinni og siðaviti, eftir
því sem liann telur sanngjarnast og réttast. En sanngirnin
iie-fir einnig sín takmörk. Og vel getur hugsazt, að til séu
æðri sjónarmið fvrir þvi, hvað telja beri rétt og gott en þau,
sem bið lagalega réttlæti og sanngirnin á hverjum tíma hafa
talið rétt og góð.
5. Mannúð og kærleikur. Átakanlegt dæmi þessa má ein-
mitt finna í siðspeki þeirra Platons og Aristótelesar. Þeir
töldu ekki þrælana til manna og álitu, að þeir iiefðu engin
mannréttindi; þeir væru eign húsbænda sinna og mættu þeir
þvi fara með þá eftir vild, hegna þeim, meiða þá, selja þá
og jafnvel deyða. Þetta myndum vér nú ekki kalla réttlæti,
og þó hvíldi hin glæsilega grísk-rómverska menning að mjög
miklu leyti á vinnu og striti þessara réttlausu manna. Mátti
telja þetta réttlátt, hvað þá heldur sanngjarnt? Nei; en þó
var það talið svo, þangað til Stóumenn og kristin trú komu
til sögunnar og raunar miklu lengur, allt fram á vora daga.
Þá fyrst var farið að halda því fram, að maður væri maður
þrátt fyrir allt, hvaða stétt eða stöðu sem hann skipaði. Þá
var og farið að halda þvi fram, að allir menn væru bræð-
ur, synir alföður, svnir guðs. En við það fékk bæði réttlætið
og sanngirnin æðri og víðtækari merkingu, sem þó sjaldn-
ast var farið eftir í reyndinni.
6. Þrennskonar réttlæti. Allt þetta sýnir nú, að menn voru
á uppleið í siðferðilegu tilliti. Fyrst var hefnigirnin; þá hið
stranga, lagalega réttlæti, sem færði þó smám saman út kví-
arnar; þá sanngirnin, er reyndi að líta á allt og meta eftir
málavöxtum, þar sem lagastafnum sleppti; þá mannúðin, er
sá manninn, persónuna, i hverri mannskepnu, hversu lágl
sem hún kunni að vera sett; og loks góðvildin, miskunnsem-
in og kærleikurinn, sem öllu vill líkna og liðsinna, einnig
því, sem sjúkt er og veilt og jafnvel siðferðilega gallað, sbr.
dæmisöguna um glataða soninn.
En ef vér lítum á nútíðarlíf vort, mætti ef til vill frekar
hallast að annarri skiptingu. Það, sem telst réttlátt og gott
1) Sbr. Ethica Nikomach. V, 3 og 14.
18