Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 143
141
En hve mikill hluti afbrotamanna verður þá að teljast til
þess flokks? Á þessu liafa farið fram ýmsar rannsóknir, og
skal nú greint frá nokkurum þeirra.1)
1 hinum umfangsmiklu rannsóknum sínum á 3000 enskum
afbrotamönnum í ýmsum hetrunarhúsum komst G o r i n g að
þeirri niðurstöðu, að 10% þeirra væru ýmist fávitar eða sál-
sjúkir menn. En síðari rannsóknir leiddu í ljós, að hér voru
aðeins talin alvarlegustu tilfellin (1919).
Ekki alls fyrir löngu gaf Tullio út skýrslur um rann-
sóknir sínar (1929), en þær leiða í ljós enn nánara samband
milli sálsýki og glæpa en menn áður höfðu gert sér í hugar-
lund. Tullio rannsakaði 8000 fanga í Rómaborg og fann, að
meir en lielmingur (eða 43(54) voru haldnir alvarlegum sál-
arkvillum. Hinn helmingurinn var það, sem Lombroso hafði
nefnt yfirskvns-glæpamenn (pseudocriminals). í síðari rann-
sókn á 400 morðingjum fann hann 137 niðurfallssjúka, 175
með sálarslens einkennum, (5 með sálfirrum (paranoids), 6
með sálarveiklun og 4 hugklofa (schizophren) eða alls 373
sálsjúka af 400. Samkvæmt því mátti aðeins telja 27 morð-
ingjanna sálarlega heilhrigða!
Ef vér nú teljum sálarlega árekstra og ýmsa óhæfu i kvn-
ferðismálum, sem oft má rekja til erfða, með til þeirra or-
saka, er glæpunum valda, þá finnum vér, að (58% allra glæpa-
manna eða jafnvel meira verða að teljast ósakbærir.
Austurríkismaðurinn próf. M i c li e 1 hefir nýverið fram-
kvæmt mjög nákvæmar og eftirtektarverðar rannsóknir á
hópi af svonefndum „forliertum glæpamönnum". Fóru rann-
sóknirnar fram á 302 mönnum, er samkvæmt austurríksk-
um h'egningarlögum voru taldir til þessa flokks. Af þess-
um 302 nxönnum sýndu 83% ótvíræð og alvarleg sálsýkis-
einkenni. Enda kemur þetta vel lieim við rannsóknir
Reiss á 131 „forhertum glæpamönnum“, er sýndu 88% sál-
sjúkra manna. í langflestum tilfellum er hér um erfðir að
ræða, og því mönnunum sjálfum alls ekki um að kenna, eða
alls um 71%, sem teljast verða til kyngalla, þar eð ýmist
faðir eða móðir eða þeirra systkini voru einnig afbrota-
menn. Stundum eru þetta heilar fjölskvldur. I 40% af til-
fellunum voru foreldrin ofdrykkjumenn. Þessir „forhertu
glæpamenn" komu og oft frá harnríkum fjölskyldum (oftast
nær fleirum en 5 harna fjölskyldum). Michel lítur svo á, sem
1) Sama rit, p. 184—190.