Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 149
147
bæta. En hún hefir smálengzt eftir því sem tímar liðu, og nú
er svo komið, að menn liafa fundið á öllum slikum skrám
nokkra agnúa, sem af verður að sniða, og eitt og annað, sem
við þarf að hæta, áður en viðunandi sé. Engu að síður er
þetta svo merkilegur hugsæilegur mælikvarði Jjess, sem rétt
er talið í þjóðfélagsmálum, að sjálfsagt þykir að skýra frá
iiöfuðatriðum slikra frelsisskráa, eins og þau eru talin nú:
I. Lífsréttindin. Þar undir telst: 1. Réttur til að lifa
lífinu; 2. Öryggi á lífi og limum; 3. Persónuhelgi; 4. Frið-
helgi heimilisins; 5. Réttur til framfærslu, uppeldis og
fræðslu; 6. Erfðaréttur; 7. Réttur til starfs eða atvjnnu til
viðlialds lífinu; 8. Örorku- og ellistvrkur.
II. Eign ar r é 11 ur. Þar undir telst: 1. Meðferð erfða-
fjár, jafnskjótt og maður hefir náð lögaldri; 2. Yfirráð yfir
eignum manns, svo og afrakstrinum af vinnu iians og starfi,
þannig að maðurinn geti ráðstafað fjármunum sinum og
eignum, svo sem lionum hezt líkar, gefið þær, sell þær, aukið
'þær eða minnkað á lögmætan hátt. Mega því ekki aðrir hag-
nýta þær án hans samþvkkis og því síður ræna þeim eða
stela, eyða þeim eða tortíma.
III. Frelsisréttindin. Þar undir telst: 1. Mannhelgi
að lögum; 2. Hugsanafrelsi; 3. Málfrelsi; 4. Ritfrelsi; 5. Hegð-
anafrelsi innan vébanda laga og siða; 6. Atvinnufrelsi, að ó-
skertu jafnrétti annarra til hins sama; 7. Kosningarréttur;
8. Ivjörgengi; 9. Réttur lil að rísa gegn skerðingu mannrétt-
inda; 10. Réttur til að velja sér stjórnarfar.
IV. Jafnréttið. í því felst: 1. að allir séu jafnir fyrir
lögunum; 2. að allir séu jafn-réttháir til þess að afla sér og
njóta gæða lífsins innan véhanda laga og siða; og 3. að allir
hafi sömu réttindi og skyldur gagnvart félagsheildinni.
V. S a m n i n g a- og f é 1 a g s f r e 1 s i. I því felst: 1. að
menn hafi leyfi til að gera með sér hverskonar samninga
innan vébanda laga og réttar; 2. að þeir séu skyldir til að
halda þá í hvívetna; og 3. að menn megi stofna með sér hvers
konar félagsskap, að því tilskildu, að liann komi ekki í hága
við stjórnarskrá, lög og siði þjóðfélagsins.
VI. Afskipti ríkisvaldsins. Með löggjöf sinni, lög-
reglu og réttarfari her ríkisvaldinu að sjá um, að mannrétt-
indi, slík sem þessi, séu virt og haldin, og sjálft má það á
engan hátt skerða þau, nema nauðsyn krefji. Einkum ber
því að sjá um lífsörvggi, frelsi og jafnrétti þegnanna, svo
og heill þeirra og hamingju, eftir því sem frekast má. Um