Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Qupperneq 150
148
önnur afskipti ríkisins af þjóðfélagsmálum eru skiptar skoð-
anir. Halda sumir fram frjálsum atvinnurekstri þegnanna;
aðrir þjóðnýtingu og ríkisrekstri, og enn aðrir ágóðalilut-
deild eða samvinnufélagsskap. En um það verður nánar rætt
siðar.
Þótt nú mannréttindaskrá þessi kunni að þykja fögur álit-
um og full fyrirheita, þá felur hún þó í sér margskonar ósam-
ræmi og tilefni til árekstra, ef ekki er því liðlegar að farið,
Eittlivert fyrsta ágreiningsefnið er þannig afstaðan milli rík-
isvaldsins og atliafnafrelsis einstaklingsins. Annað ágrein-
ingsefnið er andstaðan milli frelsis og jafnréttis, sem menn
gera sér ekki nærri nógu ljósa grein fvrir. Þriðja ágreinings-
efnið er um erfðir og eignarrétt, auk margs annars, svo sem á
annan bóginn trúfrelsis, en á hinn bóginn lögboðinnar þjóð-
kirkju o. f 1., o. fl.
Um þetta og margt annað fleira hefir verið barizt bæði með
og móti, og endanleg lausn þessara mála, svo að allir megi
við una, er ekki fyrirsjáanleg, enda er stjórnarfarið sífellt
að smábrevtast, ef það tekur þá ekki snöggum og skjótum
stakkaskiptum, eins og stundum vill verða. Þó hafa lýðræðis-
ríkin, sem svo eru nefnd, þegar lögfest flest þessara mann-
réttinda í stjórnarskrám sínum og þar með löglielgað þau
öðrum réttindum fremur. Þar með ættu þau að vera orðin
friðhelg' og órjúfanleg, svo lengi sem stjórnskipulagið helzt.
En það er nú öðru nær en svo sé. Iðulega eru þau skert og
rýrð undir því yfirskini, að almannaheill krefji; og iðulega
hefir ríkisvaldið sjálft, einkum þó á síðari árum, seilzt inn
á umráðasvið þegnanna í verzlunar-, atvinnu- og samgöngu-
málum, að maður tali nú ekki um hinar sívaxandi skatta-
og tollaálögur, sem ganga eignarnámi næst.
Hvergi er þó þverhresturinn meiri í þessum mannréttinda-
skrám en þar, sem um er að ræða andstæðurnar frelsi og
jafnrétti, því að þar er jafnan við húið, að hvað reki sig á
annað.’Skal það atriði því tekið til sérstakrar athugunar.
12. Frelsi og jafnrétti. Ekkert er tíðara en að menn tali um
frelsi og jafnrétti svo að segja í sömu andránni, rétt eins og'
það væri livað öðru skvlt. Þó eru engin tvenn mannréttindi
Iivort öðru jafn-andstæð og frelsi og jafnrétti, enda leggja
menn oftast aðaláherzluna á annað tveggja, og þá er auð-
vitað hitt látið lúta í lægra lialdi.
Því er almennt trúað, að menn í svonefndu náttúruástandi,
áður en eiginlegt þjóðfélag með margvíslegri verkaskiptingu