Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 152
150
og gerða, að óskertti jafnrétti annarra til hins sama, og er
einkum þar átt við frjálsa hugsun og frjálst framtak einstakl-
ingsins. En allt þetta, og þó einkum einkaframtakið, hlýtur
að valda samkeppni og baráttu og þar af leiðandi ójöfnuði
og misrétti. Og ef nánar er að gáð, fylgir frelsinu misrétti á
þvi nær öllum sviðum, eins og nú skal sýnt.
Dýpsta merkmgin í orðinu „frelsi" mun vera sú, að mega
taka einhverju eða Iiafna því. En jafnvel sú merking fellur
um sjálfa sig, ef um lífið er að tefla. Hugsum oss það, sem
raunar oft héfur komið fyrir, að verkamanni sé frjálst að
ganga að snltarkjörum, sem honum bjóðast, eða að hafna
þeim; honum er auðvitað „frjálst“ að liafna þeirn eða svelta
heilum sulti. En er þetta nokkurt frjálsræði; er liann ekki til-
nevddur að taka þeim, ef ekkert betra er í boði? Lífsbaráttan
getur orðið svo hörð, að menn taki nevðarkjörum.1)
Það mun þykja full-djúpt í árinni tekið, ef sagt er, að hvaða
tegund frelsis, sem er, geti haft einhvern ójöfnuð í för
með sér. Hugsum oss hinar ýmsu tegundir frelsis: persónu-
frelsi, fjárhagslegt frelsi, athafnafrelsi, félagslegt frelsi og
andlegt frelsi. Af þessu var andlega frelsið í merkingunni
trúfrelsi einna fvrst viðurkennt. Það hefir getið af sér ýmiss-
konar sértrúarflokka, er nú berjast innbvrðis við mjög mis-
jafna aðstöðu, ef ekki misrétti, þar sem svo hagar til eins
og lijá oss, að ein trú er löghelguð og aðrar ekki. Þá er pei’-
sónufrelsið; það á að vera fólgið i öryggi á lífi og limum,
svonefndri mannhelgi og því, að mega hugsa, tala og breyta
eins og manni sjálfum sýnist, að óskertu jafnrétti annarra til
hins sama. En hvað er það, sem ekki getnr liaft bein eða óbein
áhrif á lífskjör annarra, hvort heldur er fordæmið eitt til
ills eða góðs, hugsanir manna, orð eða gerðir? Jafnvel það,
að láta skoðanir sínar í ljós, getur haft og hefir oft hin víð-
lækustu áhrif og hefir jafnvel valdið þjóðfélagsbyltingum
með öllum þeim ójöfnuði, sem þær liafa í för með sér. Og
þótt ég geri ekki annað en vinna mér eitthvað inn með heið-
arlegum hætti, slæ ég þar með eign minni á það og takmarka
með því jafnrétti annarra lil hins sama. Og þó vildu víst fáir
verða til þess að takmarka persónufrelsið og andlegt frelsi
manna, sem er uppgönguauga allrar nýbreytni og framfara.
Þá er fjárhagsfrelsið, sem í reyndinni hefir valdið hinu
mesta misrétti og skapað andstæðuna milli auðvalds og ör-
1) Orðið frelsi var upprunalega fri-elsi = frí-helsi, lausn úr lielsi. B. S.