Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 155
153
kveðið þetta all-nákvæmlega með svonefndum gáfna- og
hæfileikaprófum og húið til svonefnda andlega snið-
mvn d (andlegan profil) af hverjum nemanda og sagt, hvaða
starf hann muni helzt vera fær um að rækja i lífinu. Eftir
þessum andlegu sniðmyndum ætti svo að fara, setja skóla-
æskuna niður í sérskólana eftir þessuin gáfna- og hæfileika-
prófum. Kæmust þá sennilega fleiri á rétta hillu í lífinu en
nú á sér stað, og menn hættu að streitast við að verða það,
sem þeir aldrei með góðu móti geta orðið. Þetta tryggði og
þjóðfélaginu það, að nokkurn veginn hæfir menn veldust i
hverja stétt þess og stöðu, því að sáltæknin getur einnig með
ýmiss konar hæfnisprófum hjálpað mönnum og leið-
heint þeim, þegar um svonefnt starfsval (Brrafswahl) er
að ræða. Þjóðaruppeldið og skólahaldið ætti því allt að bein-
ast að því að reyna að koma hverjum manni i þá stétt og
stöðu, sem hann er hæfastur fyrir. — Til mála gæti og komið,
að þjóðfélagið sæi unglingunum að einhverju levti, einkum
ef þeir væru fátækir og umkomulausir, fyrir tækjum og tæki-
færum til þess að koma undir sig fótunum í stöðum þessum.
En úr því ætti hver að sjá fvrir'sér til þess að gerast sem
beztur og nýtastur þegn þess þjóðfélags, sem honum er ætlað
að lifa og starfa í. Lengra getur hið félagslega réttlæti naum-
ast teygt sig, nema það takist einnig þá skvldu á lierðar, sem
rætt verður um í næsta kafla, að ábyrgjast öllum þegnum
sínum svonefnd þurftarlaun, þannig að þeir þurfi ekki að
kviða skorti, atvinnuleysi eða sárustu fátækt.
En verði það að ráði að skipa skólaæskunni eftir vitsmun-
um hennar og starfshæfni niður í sérskólana og einstakar
greinar þeirra, þá verður að vanda svo vel til þessara hæfi-
leika- og hæfnisprófa, að þeim megi treysta; en til þess þarf
valda, sérfróða og samvizkusama sálarfræðinga, sem kunna
með þessi próf að fara, og gela þau þó aldrei orðið nema til
leiðbeiningar. Eins og menn gætu hugsað sér vandaðan og
samvizkusaman skólastjóra, er þekkti bæði innræti og hæfi-
leika nemenda sinna, gefa lioll ráð og góðar bendingar um
einstaka nemendur, er hann væri spurður um, eins gæti mað-
ur hugsað sér, að þessi hæfnispróf færu nokkuð nærri um
hæfileika hvers einstaks manns, og mætti því treysta þeim,
svo langt sem þau næðu. En þar með er auðvitað ekki loku
skotið fvrir það, að einliverjir aðrir hæfileikar en þeir, sem
reyndir voru, geti dulizt með manninum, er síðar geri liann
að stórmerkum og jafnvel miklum manni.
20