Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 156
154
Hvernig þessu verður bezt fyrir komið í einstökum atrið-
um, verður framtíðin og vaxandi revnsla að gera út um. En
svo mikla reynslu liafa menn þegar fengið af þessum hæfnis-
prófum víða um lönd, að óliætt ætti að vera að taka þau upp
hér af þar til hæfum mönnum. Þó verður aldrei of mjög
varað við káki hálfmenntaðra manna — kennara sem ann-
arra — sem eru að fúska við það, er þeir sjálfir hera ekki
nema hálft skyn á. En komist skólamál vor einhvern tíma
í það horf að trevsta megi hæfnisprófunum, þá ættu skóla-
stjórar og skólaráð að fá tillögurétt og jafnvel vald til þess
að beina skjólstæðingum sínum inn á þær brautir, er þeir
samkvæmt liæfnisprófum þessum virtust hæfastir fyrir. Kæmi
þar til greina það, sem nefnt hefir verið ást liins spaka
manns (caritas sapientis), og umhyggja hans fyrir því, að
sem flestir komist á rétta hillu í lífinu.
14. Stétt með stétt. En upp af þessu þarf að rísa þjóðfélag,
þar sem stétt vinnur með stétt til sameiginlegra heilla fyrir
land og lýð. Og þar má engin prettvisi einnar stéttar gagn-
vart annarri eiga sér stað, engin sérdræg sviksemi í viðskipt-
um eða vinnubrögðum, lieldur alúð og samvizkusemi í allri
framleiðslu, vinnu og viðskiptum. Vér verðum jafnan að vera
þess minnugir, Islendingar, að vér erum ekki einungis, hver
fyrir sig, að vinna fvrir sjálfa oss, heldur fyrir sameiginlega
framtiðarheill lands og þjóðar, og þar verður hver maður að
gera skyldu sína svo vel, sem lionum er frekast unnt.