Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 157
XIX. Félagslegt öryggi.
1. Alþýðutryggingar. Um fátt hefir verið meira ritað nú á
síðkastið en tillögur Englendingsins Sir William Bever-
idges um félagslegt öryggi. Hafa þær nú birzt á íslenzku í
bók, sem nefnist Traustir hornsteinar.1) Ég gæti nú
auðvitað reynt að endursegja aðalinnlak bókar þessarar, en
þar eð sá maður, sem er þessum málum einna kunnugastur
hér á landi, trygginga-yfirlæknir J ó h a n n S æ m u n d s s o n ,
hefir ritað formála fyrir bók þessari, þar sem tillögum Bever-
idges er að nokkru lýst og þær bornar saman við islenzkar al-
þýðutryggingar, mun ég með góðfúslegu leyfi lians taka þann
kostinn, sem öruggastur er, að birta meginkaflann úr þess-
um formála:
„Hornsteina félagslegs örvggis telur Beveridge vera þessa:
1. atvinnu, 2. heilsu, 3. sæinandi híbýli, 4. þekkingu. Þetta
eru þau fjögur lóð, er mynda mótvægið móti þörfum manns-
ins, stilla metaskálunum í jafnvægi, trvggja félagslegt ör-
yggi. En þessi lóð eiga sér andstæður, atvinnuleysi, heilsu-
levsi, mannskemmandi híbýli og lifsumhverfi og loks fáfræði.
Allt eru þetta neikvæð o: frádræg] lóð. Ef þau, eitt eða f'Ieiri,
koma á metaskálarnar í stað hinna, sígur allt á ógæfuhlið.
Þau eru hvort um sig risavaxið höl, til þess fallin að opna
undirdjúp finnnta bölsins, sem er skorturinn. Baráttan
fyrir félagslegu öryggi er því barátta gegn skorti og öllu því,
sem líklegt er til að hafa skort í för með sér. En skortur er
það, ef einhver getur ekki veitt sér brýnustu lífsnauðsynjar.
Beveridge telur það skyldu þjóðfélagsins að sjá um, að eng-
inn líði skort í þessari merkingu. Engum eigi að líðast að
safna auði, fyrr en búið sé að uppfvlla þessa þjóðfélags-
1) Sir William Beveridge: Traustir hornsteinar. Ben. Tómasson
íslenzkaði. M. F. A.. Rvk 1943.