Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 159
157
Þau sviö, er tryggingin tekur til, eru þessi: Bætur vegna
atvinnumissis, hvort seni hann stafar af sjúkdómi, slysi eða
atvinnulevsi, örorkubætur, ellilaun, ekknastyrkir og upp-
eldisstyrkir til ekkna, fæðingarstyrkir, dagpeningar til vinn-
andi kvenna fyrir og eftir fæðingar, giftingarstyrkir og jarð-
arfarastvrkir. Tryggingin nær til allra án tillits til tekna, og
bótaupphæðirnar vfirleitt þær sömu, án tillits til efnahags.
Iðgjöld séu greidd vikulega fvrir öll fríðindin i einu lagi,
jöfn iðgjöld fyrir alla. Ríkissjóður stendur hins vegar straum
af heilhrigðisráðstöfunum vegna sjúkdóma og slysa og greiðir
ómagastyrkinn. Beveridge-áætlunin verður ekki nánar rakin,
en vísað til kaflanna á bls. 44—75, er fjalla um hana sérstak-
lega.
Bevaridge-áætlunin hefir vakið fádæma athygli, ekki að-
eins í Englandi, en einnig í fjölmörgum öðrum löndum. Þjóð-
unum er í fersku minni ástandið, er fylgdi í kjölfar fvrri
heimsstvrjaldar, atvinnuleysið og skorturinn, þessar and-
stæður og óvinir frelsisins, sem þær eru að herjast fyrir. Þær
spvrja, hvort stríð og evðilegging séu nauðsvnleg til þess að
úti’ýma atvinnuleysi. Hvort Adam geti ekki verið i Paradís
nema því aðeins, að hann standi öðrum fæti í Helvíti. Og
Sir William Beveridge svarar: Jú, vissulega. Hann her ófrið-
inn fvrir sig sem sönnunargagn. A ófriðartímum eru auð-
lindir þjóðarinnar nýttar til hins ýtrasta, hverri starfhæfri
hönd er fengið verk að vinna, og hún vinnur það. Vinnuaflið
er skrásett og skipulagt, framleiðslan skipulögð af hinu opin-
hera. Hann heldur því fram, að þjóðartekjurnar á friðar-
tímum, jafnvel á krepputimum, séu nógu miklar til þess, að
enginn þurfi að liða skort í landi hans, ef þeim sé dreift skyn-
samlega. Hann heldur því ekki fram, að allir eigi að vera eða
þurfi að vera jafnir, nema að því levti, að enginn megi líða
skort. Iiann leggur áherzlu á, að útrýma beri atvinnuleys-
inu, og sú raunabót, sem atvinnuleysistryggingar geti veitt,
sé tiltölulega lítils virði í samanburði við það. Hann er ófeim-
inn við að krefjast opinberrar skipulagningar í þvi skyni
að samhæfa hagnýtingu auðlindanna þörfum fólksins. Hann
telur, að vel geti farið svo, að taka verði upp ríkisrekstur
i stað samkeppni og einkareksturs í gróðaskyni á sumum
sviðum. Hins verði að gæta, að hæði einkarekstri og ríkis-
rekstri sé markaður hás innan allsherjar skipulags.
Hann trúir á lýðræðið, á málfrelsið, frjálst stöðuval, rétt-
inn til að eignast eitthvað, afla sjálfstæðra tekna og ráða vfir