Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 161
159
tímabundin1), og slysabæturnar, hvort heldur er um aö ræða
dánarbætur eða örorkubætur, eru lágar og greiddar í eitt
skipti fvrir öll, en ekki sem lífeyrir. Dagpeningar eru bundnir
við 6 mánuði eins og greiðsla sjúkrahjálpar [var].
í tillögum Beveridges er gert ráð fvrir greiðslu alls kostn-
aðar, er slys bafa í för með sér, án tillits til, af bverju þau
stafa. Ennfremur vinnukennslu til þess að koma hinum slös-
uðu á réttan kjöl aftur, ef hægt er, og loks vikupeningum eftir
sönm reglum og þegar um sjúkdóma er að ræða, en þó liærri,
ef um var að ræða slvs í iðnaðinum.
Öryrkjalífeyrir er hér aðeins veittur þeim öryrkjum, sem
eru 509< öryrkjar eða meira, en þó þvi aðeins, að mat sveitar-
stjórna leiði i Ijós, að þeir þurfi þess með fjárhagsins vegna.
Þegar Lífevrissjóður Islands tekur til starfa, brevtist þetta
að visu, en þó mun sá lifeyrir, er bann getur veitt, verða i
lægsta lagi, og bann ekki greiddur, nema örorkan sé 50'/'
eða meira. Ekki er séð fvrir neinni vinnukennslu né vinnu
við bæfi öryrkja, er létt geli þeim róðurinn og gert þá [aftur]
sjálfbjarga.
Tillögur Beveridges gera ráð fvrir, að greiddir skuli viku-
peningar um ótakmarkaðan tíma, án þess að mat á efna-
bag öryrkjans fari fram.
Ellilaun eru greidd bér frá 67 ára aldri, að undangengnu
mati á efnahag gamalmenna og skylduframfærenda þeirra.
Um ellilaun úr Lifeyrissjóði íslands er líkt að segja og um
örorkulífeyrinn. Hætt er við, að þau verði i knappasta lagi.
Beveridge gerir ráð fvrir greiðslu vikupeninga til gamal-
menna. Séu þeir greiddir konum frá 60 ára aldri, en körl-
um frá 65 ára aldri og nemi sörnu uppbæð og vikupeningar,
sem greiddir eru fólki á starfsaldri, er það missir tekjur sínur
vegna sjúkdóma, slvsa, örorku eða atvinnuleysis. Þó er gert
ráð fvrir 20 ára biðtíma, áður en greiðslur ellilauna komist
á trvggingargrundvöll, en á meðan séu þau greidd úr ríkis-
sjóði, að undangengnu mati á fjárhagsástæðum. Þegar sá tími
er liðinn, falli matið hinsvegar niður.
Atvinnuleysistryggingar eru hér engar, þótt lagaákvæði séu
til um þær, sem ekki bafa verið notuð.
Beveridge gerir ráð fvrir vikupeningum til þeirra, sem at-
1) Sjúkrahjálpin, sem aðeins náði til 2ú vikna, hefir nú frá ársbyrjun 1044
verið rýmkuð um ótiltekinn tima og skal greidd af Tryggingastofnun ríkisins
af styrk til sjúkra manna og örkumla.