Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 163
161
hæð á víku fyrir að annast uppeldi barnanna, og' sé slíkri
greiðslu haldið áfram, unz börnin verða 16 ára. —
Hér hafa nú verið tekin upp þau svið, sem Beveridge-áætl-
unin nær til, og gerður samanburður við tryggingarnar hér
á landi. Þar, sem tryggingum sleppir, tekur opinber fram-
færsla við, ef einstaklinginn ber upp á sker, og er þá nálega
aðeins um fátækraframfærslu að ræða, ef frá er talin ríkis-
framfærsla sjúkra manna og örkumla. Ef áætlun Beveridge
kemst í framkvæmd á Bretlandi, verður svið opinberrar
framfærslu, þ. e. fátækraframfærslu, mjög þröngt, og mundi
þá einkum ná til ýmissa vandræðamanna, sem varla geta
talizt samfélagshæfir.
Undirstaðan undir félagslegu öryggi er sú, að þjóðartekj-
urnar séu nógu miklar, til þess að allir geti notið hinna nauð-
svnlegu lífsgæða, ef þær skiptast nokkurn veginn jafnt.
Hröklcvi þær ekki samtals fyrir brýnustu nauðsynjum handa
öllum, getur ekki orðið um félagslegt öryggi að ræða; þá
verður skortur í einhverjum mæli. Séu þjóðartekjurnar hins-
vegar nægar og ríflegar, er sá grunnur fenginn, sem h æ g t
er að byggja félagslegt öryggi á, ef þeim er dreift viturlega.
En haldkvæm dreifing þeirra er þá einungis skipulags-
atriði, stórpólitískt að vísu.
Þjóðartekjurnar eru ávöxtur starfs margra vinnandi
handa, og leiðir af því, að félagslegt öryggi er fvrst og fremst
háð því skilvrði, að næg atvinna sé og nægilega arðgæf og vel
horguð til þess að tryggja öllum lágmarks lífskjör, einnig
þá, er tekjurnar bregðast hjá einstaklingum.
Áhuginn fvrir félagslegu öryggi er áreiðanlega meiri og
almennari hér á landi nú en nokkru sinni fyrr. Bæði Alþingi
og rikisstjórn hafa hrundið af stað ýmsum rannsóknum, er
lúta að lausn þessa milda máls. Má einkum nefna athugun
á atvinnuvegum landsmanna með það fyrir augum, að þeir
verði efldir sem hezt. Einnig að stefnt verði að nýjum frain-
kvæmdum, er síðan geti orðið undirstaða aukinnar fram-
leiðslu og atvinnurekstrar í landinu. Hvorttveggja þetta mið-
ar að því að auka þjóðartekjurnar, trvggja og auka atvinn-
una i landinu að stríðinu loknu, og um leið félagslegt öryggi.
Þá er unnið að rannsókn á því, hversu bezt mætti koma
við víðtækum almannatryggingum til félagslegs öryggis, með
liliðsjón af fjárhagsgetu þjóðarinnar, öllum þeim til handa,
sem vilja vinna. Jafnframt þessu ber nauðsyn til að rann-
sakað sé, hvaða aðferðum liið opinhera geti beitt til að vinna
21