Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 166
164
henni er beitt. Ekki er nema gott eitl um það að segja, ef liún
kemur mönnum til að taka liöndum saman um sameiginlega
hagsmuni, eins og hún kenndi bændastéttinni hér að rísa
gegn selstöðukaupmönnunum og stofna sín eigin kaupfélög.
En fari samvinnan í einhverri einni stétt að seilast um of
inn á verksvið annarra stétla og bola þeim smátt og smátt
út af starfssviði sínu, þá fer hún að verða viðsjárverð.
Allt annað mál væri það, ef samvinna tækist milli stétta,
er stæðu að sömu eða svipuðum atvinnuvegum, l. d. milli
vinnuveitenda og vinnuþega i ýmsum iðngreinum, útgerð-
armanna og sjómanna, kaupmanna og verzlunarmanna, ann-
aðhvort með sameign í sjálfum fyrirtækjunum eða þá með
svonefndri ágóðahlutdeild. Þetta hefir oft borið hinn hezta
árangur; fyrirtækið hefir stækkað og blómgazt fyrir vaxandi
hagsýni og sparsemi i rekstri þess og síaukin afköst, og þá
ekki sízt fyrir þá samúð og samheldni um fyrirtækið, sem
slíle ágóðahlutdeild skapar.
Ef unnt væri að koma á slíkri samvinnu í stórum stil, mvndi
það girða fyrir verkföll og aðrar vinnutafir og gera það að
verkum, að stétl vnni með stétt til sameiginlegra hagsbóta.
Þetta myndi og girða fyrir arðrán það, sem svo oft er kvartað
um, að vinnuveitendur beiti við vinnuþega sína, því að þá
væri ekki lengur um sérhagsmuni, heldur um sameiginlega
hagsmuni að ræða.
En væri þá ekki hrein og bein sameign eða öllu heldur
rikiseign og ríkisrekstur framleiðslutækjanna lang-bezt og
æskilegust; væri ekki sócíalismi í einliverri mvnd lang-heppi-
legasta lausnin? — Það myndi fara eftir því, hvernig honum
væri háttað og hvernig honum vrði lcomið á. Nú er aðallega
talað um tvær leiðir til þess að koma honum á, þ r ó u n eða
b y 11 i n g u . En svo er á hitt að líta, livað menn missa og livað
mönnum myndi hlotnast með hinu sóeíalistiska skipulagi.
Einkaframtakið og þær miklu framfarir, sem það hefir haft
í för með sér, mvndi að mestu leyti hverfa. Eignarréttur ein-
staklinganna og auðvald myndi og að mestu leyti hverfa. En á
hinn bóginn sé ég ekki betur en að ríkisauðvaldið kæmi
í þess stað og að allir vrðu þegnar og þjónar þess. Það eina,
sem mætti segja þessu skipulagi til málshóta, væri ef til vill
það, að framleiðslan vrði hæði skipulegri og skipulagðari en
nú í lýðræðisríkjunum, en mætti ekki einnig þar vinna að
skipulagningu hennar? Hitt, sem í móti mælir, er aðallega
þetta, að allir, að stjórnendum einum undanteknum, verða þý