Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 167
165
og.þrælar ríkisvaldsins, að það skammtar þeim úr linefa og
arðrænir þá að meira eða minna leyti, ef því sýnist svo. Auð-
valdið kemst á eina hönd í stað margra, og ég sé ekki, hversu
mikið er unnið við það. En vilji menn heldur vera þý og
þrælar en frjálsbornir, fullveðja menn, þá þeir um það. Og
vilji menn láta svijita sig öllu framtaki og sjálfstæði til þess
eins að fá sinn afmarkaða skammt og lífsuppeldi, þá þeir um
það. En er ekki frelsið og framfarirnar meira virði en jafn-
réttið, sem og bráðlega mvndi raskast, jafnvel í hinu bezta
sócíalista-ríki. Og ég er þess fullviss, að viturlegt, þingbundið
lýðræði myndi áorka miklu meira bæði í réttlætis- og fram-
faraáttina en rígbundin ráðstjórn.1)
3. Bylting eða þróun? Ekki er það ótítt, að stéttir og stjórn-
málaflokkar, sem þvkjast órétti beittir, bóti byltingu og haldi
lienni meira að segja fram sem félagslegri og sögulegri nauð-
svn. En bvort er þá betra og affarasælla, bylting eða þróun,
og bvað s'egir reynslan sjálf um þessi efni? —
Hér skal nú ekki rakin saga sjálfrar verkalýðshreyfingar-
innar né beldur jafnaðarstefnunnar, aðeins bent á þrjá meg-
inþætti bennar og revnslu undanfarinnar aldar. Fvrst kom
þá hin óskipulagða verkalýðsbreyfing til sögunnar,
sem með vinnustöðvunum, verkföllum og jafnvel skemmdum
á framleiðslutækjunum reyndi að knýja fram ýmisskonar
umbætur á kjörum binna vinnandi stétta. Þá kom jafn-
a ð a r m a n n a s t e f n a n með binu bvltingarsinnaða fræði-
kerfi sínu, Marxismanum, til sögunnar (1848). Taldi
Marx byltingu á öllum þjóðfélagsbögum með afnámi einka-
auðvaldsins, þjóðnýtingu framleiðslutækja og ríkisfram-
leiðslu félagslega nauðsyn. En svo tók að bóla á umbóta-
s t e f n u n n i með E d u a r d B e r n s t e i n i broddi fylkingar
(1899 og síðar). Taldi hann, að bylting væri bvorki nauð-
synleg né æskileg, en bægfara lagabrevtingar til bins betra
á lýðræðisgrundvelli bæði vissari og bollari allri þjóðfélags-
beildinni. Enda bafði Bismarck þá þegar sýnt með trygg-
ingarlöggjöf sinni, slysatryggingum, örorkubótum og elli-
trvggingum lil banda verkalýðnum, að unnt var að tryggja
bag verkalýðsins og kjör með lagasetningu. Umbótastefnunni,
er á stefnuskrá sinni bafði þróun, en ekki byltingu (evolution,
en ekki revolution), óx nú smám saman fylgi víða um lönd,
en þó einkum á Norðurlöndum, og nefndust þeir, sem lienni
1) Sbr.: AVill. I.. White : Report on the Russians, Part II, Readers Di-
gest, febr. 1945.