Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 168
166
fylgdu, s ó c í a 1 d e m o k i’a t a r, en það nafn átti að sýna,
að þeir vildu starfa á lýðræðislegum grundvelli og tryggja
sér réttarbætur sínar á lagalegan hátt, en ekki með blóðugri
byltingu, er tortímdi bæði verðmætum ýmisskonar og
mannslífum; en kommúnistar sátu enn við sinn keip og komu
bvltingu á í Rússlandi og víðar með svonefndu ráðstjórnar-
skipulagi. Hvor þessi stefna muni hollari þjóðfélaginu i heild
og hvor þeirra verði vænlegust til frambúðar, er óráðin gáta,
en þó gætum vér ef til vill dregið nokkrar ályktanir af því,
sem síðar hefir gerzt.
Líkja mætti bvltingu við eldgos og jarðskjálfta, er fyrir-
fer mannslífum og stórfelldum menningarverðmætum; en
eðlilegri þróun við gróanda að vori, sem jafnvel á verstu
sumrum gefur þó einhverja uppskeru. Þegar af þessari
ástæðu ætti að mega taka jafnvel hægfara og silalega þróun
fram yfir skjóta og skaðvænlega bvltingu. En auk þess er að
þvi gætandi, að það, sem þótti sjálfsagt og réttmætt í einn
tíma, getur verið orðið úrelt og ótímabært i annan tíma, þegar
skilyrðin eru orðin öll önnur. Þannig má lita svo á, að verka-
iýðshreyfing með skemmdarverkum og margskonar smá-
skæruhernaði hafi verið bæði eðlileg og skiljanleg, á meðan
hinar vinnandi stéttir áttu livað erfiðast uppdráttar; en að
þetta sé síður afsakanlegt nú, þar sem þær búa við miklu
betri kjör en áður, hærra kaup og styttri vinnutíma og eru
þar að auki viðurkenndur samningsaðili, sem ekki verður
fram bjá gengið. Og á ófriðartímum, eins og nú, á liver þjóð
svo í vök að verjast um framleiðslu og útflutning, að það
getur gengið landráðum næst, ef einhver stétt skerst úr leik
eða boðar verkfall, þegar verst gegnir um framleiðslu og út-
flutning. Hve mikil hætta gæti oss íslendingum t. d. staf-
að af langvinnu sjómanna- eða hafnarverkamanna verkfalli
eða verkfalli og vinnustöðvun í frystihúsum vorum, og Eng-
lendingum af verkfalli í hergagnaiðnaði, á meðan á stríðinu
stendur?
Og Iivað er svo að segja um sócíalismann og ríkisrekstur-
inn? Hver er reynsla manna í þeim efnum? í heimsstvrjöld-
inni fyrri þjóðnýttu Englendingar bæði járnbrautir og ann-
að, á meðan á stríðinu stóð; en ég veit ekki betur en að þeir
hafi hætt því aftur, að stríðinu loknu, þótt þjóðnýtingin of
kostnaðarsöm og áhættusöm, enda þótt ríkisrekstur sé víða
á járnbrautum annarsstaðar. Og þótt Weimarlýðveldið þýzka
stæði nokkurn veginn óáreitt i full 14 ár, frá því í nóvember