Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 171
169
félagið sjálft, þjóðarheildin. Hún er og á að vera samnefnari
allra stétta og því á hún eða öllu lieldur ríkisvaldið að geta
krafizt þess, að þær gangi allar upp í henni, að stétt vinni
með stétt, en ekki, að stétt vinni móti stétt, eins og stund-
um hefir viljað við brenna hingað til, til sameiginlegs ör-
vggis og hagsældar fyrir alla félagsheildina. Af sömu eða
svipuðum ástæðum má engin ein stétt taka sig nt úr til þess
að gerast ofjarl hinna, né lieldur nokkur einn stjórnmála-
flokkur, nema samþykki alþjóðar komi til, verða til þess að
stofna til fáveldis eða einveldis, eins og fvrir hefir komið nú
undanfarið í sumum einræðisríkjunum. A hinn bóginn á rík-
isvaldið, hvernig sem til þess er stofnað, af einum, tveim eða
fleiri flokkum, þá ekki heldur að ganga á hlut þegna sinna
með því að stofna til ríkisrekstrar atvinnuvega, né heldur
með því að ganga á eða skerða mannréttindi þeirra. Nauð-
syn væri og á því að setja löggjafarþinginu einhver takmörk
fyrir tolla- og skattaálagningu og jafnvel setja hlátt bann
við því, að einstakir þingmenn geti komið fjárkröfnm sínum
inn á fjárlög án vitundar og vilja stjórnarinnar og fjárveit-
inganefndar.
Ríkisvaldið, rétt skilið, á að vera það drottinvald, er gæti
örvggis þegnanna og jafnvægisins milli stéttanna, hins þegn-
lega réttlætis. Ennfremur ber því að sjá um það, að lög-
um og fyrirmælum sé hlýtt til hins ýtrasta. Sjálft á það aftur
á móti ekki að gerast atvinnurekandi í stórum stíl, nema um
einhverja þjóðarnauðsvn sé að ræða, t. d. að taka að sér utan-
ríkisverzlun eða einhvern hluta liennar á ófriðartimum og
gera þá þær örvggisráðstafanir, sein nauðsvnlegar eru, út á
við og inn á við. En á atvinnurekstri þegnanna á þjóðarheild-
in og einstakar stéttir hennar að lifa og fyrir þá lífæð má
ekki binda að óþörfu. — En hvað er þá að segja um sjálfa
menning vora, eins og hún nú er orðin, og menningarhorfur?
5. Menningarhorfur. Yfirvofandi hættur. Gerum ráð fyrir, að
allt það takist, sem um er rætt í undanförnum greinum, að
oss með skólauppeldi og öðru takist að koma sem flestum á
rétta hillu í lífinu, og að vér getum risið undir sjúkra-, slysa-,
örorku- og ellitryggingum allra landsmanna, er þá ekki sjálfri
framtíðarmenning vorri nokkur liætta búin af allri þessari
skipulagningu þjóðfélagsmála vorra?
Áður trúðu menn á „forsjónina“ og létu að mestu ráðasl,
hvernig fór; en ])á var það svonefnt „náttúruval", sem sá um
það jafnaðarlegast, að hið hæfasta lifði og héldi velli, en hið
22