Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Síða 172
170
sjúka, veila og óduglega sigi fyrir ofurborð. Nú trúa menn á
síauknar „framfarir“, er endi á nokkurs koiiar fullkomnun
allrar mannlegrar viðleitni. En menn mega ekki síður vara
sig á þessum lijáguði en forsjóninni forðum daga, því að enn
er náttúruvalið að verki og getur hefnt sín svo grinnnilega,
að allar „framfarir" verði að almennri „afturför“ og úrkynj-
un sjálfs mannfólksins (sjá I. IV, 5).
Menn lialda sem sé af heimsku sinni eða athugalevsi, að
aukin tækni, sívaxandi tök á náttúrunni, framfarir á sviði
heilbrigðismála, meiri lífsþægindi og hverskonar aðrar „fram-
farir“ sé hið sama og að liver einstaklingur sé orðinn heil-
hrigðari, gáfaðri, duglegri og siðferðilega hetri en forfeður
vorir yfirleitt voru. En þetta er hinn mesti misskilningur, því
að menning vorri getur einmitt verið þannig farið, að hún
geri oss einatt óduglegri, vansælli og veimiltítulegri á marga
hind, að ég nú ekki tali um siðgæðið. Hún getur orðið oss sú
mjúka sæng hagræðis og hóglífis, er leiði oss til afturfarar
og niðurdreps og jafnvel lil fullkominnar úrkynjunar. Atluig-
um þetta því ofurlítið nánar.
Menn glevma því jafnaðarlegast, að þroski einstaklingsins
er undir tvennu kominn, meðfæddum hæfileikum manns-
ins og lífsskilyrðum þeim, sem hann elst upp við. Skapgerð
hins fullorðna manns er undir þessu tvennu komin: hinu
upprunalega eðli lians eða eðlisgerð og áhrifum þeim,
líkamlegum, sálarlegum og félagslegum, sem hann verður
fyrir í uppeldinu. Séu lífsskilyrðin hörð, þá krefjast þau þess
af einstaklingnum, að hann Iiafi mikinn þrótt til að stand-
ast þau, góðar gáfur og yfirleitt hæfileika til að hjargast upp
á eigin spýtur; en allir, sem eru veilir, veikhurða eða van-
gefnir, dragast þá aftur úr og síga loks fvrir ofurborð. Svo
hefir úrvalningu náttúrunnar lengst af verið farið; hún hefir
verið nokkurs konar hreinsunareldur, sem skilið liefir hismið
frá korninu og brennt það, en gert kornið sjálft að „lífsins
brauði“. En er nú ekki hin marglofaða menning vor að gera
einmitt það, sem þessu er andstætt, halda því sjúka og veila
við, ala meðalmennskuna og levfa jafnvel úrkynjuðum mönn-
um öðrum fremur að verða að ættfeðrum komandi kynslóða?
Þetta er mjög alvarlegt mál, sem þarfnast nánari athugunar.
Lítum þá fvrst á nútíðarmenninguna, vélamenninguna og
alla verkaskiptingu hennar. Hún hefir hvergi komizt á hærra
stig en í hinum miklu verksmiðjum, t. d. Ford-smiðjunum,
þar sem hundruð manna vinna hver sitt handtak að sömu