Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 173
171
framleiðsluvörunni, sama bílnum, er rennur áfram á vélreim
sinni, þangað til hann eftir svo sem klukkustund er að fullu
búinn. Sami maður þarf ekki að kunna nema eilt eða fáein
handtök til þess að bafa ofan af fvrir sér og sínum. Þetta
er sáldrepandi iðja, en það verður að hafa það. Lifið og lífs-
afkoman er fyrir öllu. Maðurinn má að öðru levti vera eins
fákunnandi og úrræðalaus eins og honum sjálfum þóknast,
en þessi bandtök verður bann að kunna og gera þau bæði
fljótt og vel; annars er honum varpað út og hann missir at-
vinnuna. Sá fjöldi mismunandi úrræða og viðbragða, senr i
frumstæðari þjóðfélögum var nauðsynlegur til þess að menn
gætu bjargað sér og öðrum, þar sem líf manns var ýmist
barátta við sjálfa náttúruna eða við skæða óvini og allt var
undir þrótti, hugdirfð og snarræði einstaklingsins komið, er
nú að mestu úr sögunni. .Tafnvel í flóknari iðnfyrirtækjum
en Fords vinna vélarnar aðalverkin, en mennirnir, sem við
þær eru, þurfa ekki annað en lita eftir þeim og kunna fáein
bandtök, er þurfa lítillar eða engrar umhugsunar við. Allt er
fyrirfram tilbúið og skipulagt. Enginn þarf að leggja höfuð
sitt sérstaklega í bleyti til þess að ráða fram úr neinu sér-
stöku vandamáli nema ef einbver vélarbilun kynni að koma
fvrir, en þá er það annarra að gera við það. Lífið er orðið
vélræn iðja, en ætli það geri menn hvggnari eða úrræðabetri?
Og ætli það miði til vaxandi andlegs þroska?
En þá er það lífið utan verksmiðjanna, sjálft þjóðfélags-
lifið. Kannske það krefjist sérstakrar umhugsunar eða and-
legrar áreynslu? Síður en svo. Það er líka séð fvrir að skipu-
leggja það og gera það eins vélrænt og hugsunarlaust eins
og kostur er á. Þar er nefnilega af fremsta megni revnt að
láta aðra hugsa fvrir sig. Þar eru fyrst og fremst blöðin með
fréttirnar og „leiðarana“ um öll dægurmál og þó einkum
stjórnmál. Þar er manni sagt, hvaða skoðanir maður eigi að
hafa á hverju máli, hversu vitlausar sem þær kunna að vera.
Þá koma kvikmvndahúsin, er sýna manni umheiminn og allt
það, sem þar gerist af illu og góðu, en þó einkum af því, sem
verst er og vitlausast, fréttamyndir úr stríðinu og allan flysj-
ungsbrag stórboi’ganna og annarra landa. Og svo kemur loks
útvarpið og hellir vfir menn auglýsingum, hljómlist og fá-
einum misgóðum erindum. Þetta er sú daglega fæða, og fvrir
benni þarf enginn meðal almennings neitt teljandi að bafa.
En ætli menn verði miklu vitrari eða sjálfstæðari i lnigsun
og framkvæmd fvrir þetta?