Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 174
172
{ nýtízku-þjóðfélagi þurfa menn heldur ekki að vinna nenia
lágmarksvinnu. Og nenni menn ekki að vinna, sér annaðhvort
rikið eða sveitin þeim fyrir mat og húsnæði. Ekki er heldur
orðin nein nauðsyn á, að menn vandi verk sitt eða vinni trú-
lega og því enn síður nauðsyn á að skara fram úr. Vinni
maður bara meðalmanns verk, er öllu borgið. En þar, sem
þannig er liáttað um velflestar starfs- og iðngreinar, þar er
engin þörf á að þroska hæfileika sína og því síður að leggja
sig fram til iiins ýtrasta.
Það er lán vort íslendinga, að þrátt fyrir allmikla skrif-
stofumennsku og vaxandi iðnað, sækir enn allmikill hluti
manna sjóinn eða hýr búi sínu til sveita, en hvorttveggja
krefst mikillar karlmennsku, snarræðis, þrautseigju og þol-
gæðis og er ekki heiglum hent, ef vel er stundað. Sérstaklega
virðist sjómennska íslendinga vera þjóðskóli þeirra í karl-
mennsku og dugnaði, og er það vel, að henni skuli haldið uppi
af ungum og vöskum drengjum, enda er hún fjárliagsleg
undirstaða vor í öllum greinum. Barátta vor við náttúruna
á sjó og landi veldur því, að vér úrættumst ekki sem þjóð og
sækjum þrek vort og þrótt enn sem komið er í óblíð og þó
heilnæm lífsskilyrði.
En þá er á liitt að líta, sem horft getur til afturfarar og
jafnvel til úrkynjunar hjá oss, líkt og hjá öðrum þjóðum.
Það er viðleitni, sem er þakkarverð, að revna að bjarga
öllu, sem sjúkt er og veilt og þarfnast umönnunar, einkum
þó, ef það nær fullri lieilsu og starfskröftum og getur síðar
lagt sinn skerf fram til dafnandi þjóðlifs. En ef um van-
gefna og vandræðamenn er að ræða, einkum ef þeir ná að
auka lcyn sitt, jafnvel öðrum fremur, er allt öðru máli að
gegna, því að þeir geta sýkt og veikt þjóðstofninn og valdið
úrkynjun þjóðarinnar, þótt þessa verði ekki vart fyrr en eftir
nokkuð langan tíma.
Ef svo fer, sem nú horfir við víðast hvar (sbr. I, IV), að
hinir betur gefnu takmarka barneign sína, en vandræðamenn
og vangefnir hlaða niður börnum i fullkomnu ábyrgðarleysi,
en á kostnað sveitar- og bæjarfélaga, fer naumast hjá þvi, að
kynslóðirnar og þar með þjóðstofninn í heild fari að ganga
úr sér. Því er ekki ráð, nema í tíma sé tekið, og það er
að sporna með öllu sæmilegu móti við viðkomu slíkra
manna, ef ekki með öðru móti, þá með vönun þeirra, sem
verstir eru og hættulegastir til undaneldis. En ef ekkert er
aðhafzt í þessu efni, getur hlotizt af þessu hreinasti þjóð-