Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Qupperneq 177
175
blygðast sín fy'rir það. Menn gripu til vopna af hinu lítil-
mótlegasta eða jafnvel alls engu tilefni. Og er vopnin voru
komin á loft, virtist enginn snefill af virðingu eftir fyrir guðs
og manna lögum, alveg eins og einhver allsherjar tilskipun
liefði komið af stað slíkri vitfirring, er rak menn til að fremja
hverskonar hermdarverk.“
Þar eð Hugo Grotius mun lítt liafa treyst siðalærdómum
kirkjunnar né heldur framkomu kristinna manna, eins og hún
liafði lýst sér á þeirn tímum, er hér um ræðir, leitar hann
aftur til þess mannlega og segir, að maðurinn sé að upplagi
félagsleg og skynsemi gædd vera. Af hinu fyrra spretti hinn
náttúrlegi réttur (jus naturale), en af hinu síðara og
samningum þeim, er gerðir kunni að hafa verið þjóða í milli,
spretti a l þ j ó ð a r é 11 u r (jus gentium). En réttlætið sé liin
æðsta nauðsyn, ekki einungis hverri einstakri þjóð og riki,
heldur og' engu síður fvrir samskiptin þjóða í milli. „Það er
svo fjarri því að vera rétt, sem sumir halda fram, að í ófriði
sé allur réttur uppliafinn, að menn ættu aldrei að fara í stríð
nema til þess að ná einliverjum rétti sínum; og ekki ætti
mönnum, þegar út í það er komið, að vera öðruvísi stjórnað
en að það gæti talizt vera innan vébanda réttarins og góðrar
samvizku. Lög þau, sem náttúran, þ. e. eðli manns og þjóða-
samþvkktir segja fvrir um, eru bindandi einnig fyrir ófriðar-
aðila."1)
1 fyrsta kafla ritsins spyr hann siðan um, hvort stríð geti
nokkuru sinni talizt réttmæt, og svarar því í öðrum kafla svo,
að til séu aðeins tvær lögmætar ófriðarástæður, önnur sú,
að vernda lönd og eignir, og hin sú, að hegna fvrir augljósar
mótgerðar, og liafi þjóðhöfðinginn einn levfi til striðs og frið-
ar; — en á það eru bornar mjög sterkar brigður síðar, þar sein
það var þjóðin, en ekki konungurinn, sem venjulegast varð
að fórna blóði sínu. í þriðja kafla ritsins reynir Grotius svo
að gera grein fyrir, livað leyfilegt sé og bvað óleyfilegt i
ófriði. En þar sem fátt eitt af því er tekið upp í bernaðar-
reglur nútímans, þykir ekki rétt að rekja það nánar hér.
Liðugri öld síðar skrifaði de Vattel, sem var Svisslend-
ingur, einnig bók um alþjóðarétt: Le droit des gens (1758).
Hún var viða lesin og hafði töluverð áhrif á skoðanir manna
víðsvegar um lönd, en var ekki að sama skapi frumleg. Hann
gengur út frá náttúruástandi þjóðanna og gerir ráð fyrir,
1) 1’ r o 1 e g o m e n a 25, 26 og 28.