Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Qupperneq 182
180
er stofnað var 1886 til verndar eignarrétti ritliöfunda, skálda,
listamanna og annarra á verkum sínum, og til varnar því,
að þýðingum og eftirlíkingum af þeim sé stolið endurgjalds-
laust af erlendum bókmennta- og listaverkaræningjum, eins
og allmjög hefir átt sér stað bæði liér og annarsstaðar. Það
hefir einnig skrifstofu í Bern, sem fer eftir settum reglum
og gætir réttar höfunda þeirra þjóða, sem i sambandinu eru,
en hefir enga ráðstefnu að yfirstjórn, nema livað ríkin geta
skotið slíkri ráðstefnu á, ef þurfa þykir. Ekki eru nærri öll
riki í þessu sambandi, og er það talandi vottur siðgæðis-
ástands vors og' andlegs heiðarleiks, að nefnd, sem falið var
hér á árunum að athuga, hvort vér skyldum ganga í Bernar-
sambandið, réði heldur frá því, sennilega af þeim ástæðum,
að vér gætum hnuplað meira af andlegum verðmætum frá
öðrum þjóðum en þær frá oss, og því myndi oss hagur að
því að ver autan þess! — Önnur sambönd af þessu tagi eru
Sambandið um lestagjald með járnbrautum, stofnað af lielztu
ríkjum Evrópu 1893, og Alþjóðaskrifstofan um heilbrigðis-
mál, 1903, með aðsetri í París. Og loks má telja ýmis sarntök
rikja í milli um að haga löggjöf sinni eftir sameiginlegum
meginreglum og með sameiginlegum aðferðum, án þess að
sérstakar stofnanir séu setlar á fót til að gæta þessa. Þar til
má nefna samþykktir um varðveizlu neðansjávar-síma 1884,
bifreiðasamþykktina frá 1904 og samþykktina um afnám
liinnar hvítu þrælasölu frá 1910.
Hér liafa þá verið nefndar nokkrar af þeim mörgu tilraun-
um, sem gerðar hafa verið til þess að lcoma á alþjóða-sam-
tökum um ýmis alþjóðamál síðustu tvo mannsaldrana og þá
sérstaklega i þeim málum, sem ríkisstjórnir eða löggjafarþing
hinna einstöku ríkja hafa eklci getað ráðið við eða viljað
sinna. En allt færir þetta oss lieim sanninn um, að hin ein-
stöku ríki eru ekki lengur sjálfum sér nóg né óluiðar einingar
meðal þjóðanna, heldur eru þau hvort öðru meira eða minna
liáð í verzlun og samgöngum, vinnubrögðum, bókmenntum,
listum og siðferði, heilbrigðismálum, uppfinningum og fram-
kvæmdum. Og hvað er þá eðlilegra og sjálfsagðara en að
settar séu fastar reglur og' fyrirmæli um slíkt samneyti meðal
þjóðanna til þess að forðast alla óþarfa árekstra og þar af
leiðandi missætti? —
Enn þá miklu meira virði væri þó það, ef unnt væri að
koma á fót alþjóða-löggjafarvaldi um öll milliríkjamál og al-
þjóða-dómstólum, er á friðsamlegan hátt gerðu út um deilu-