Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 185
183
til í lok 19. aldar. Eitthvert fyrsta dæmi slíks gerðardóms í
einstökum málum var gerð sú, er Stóra-Bretland og Banda-
ríkin komu sér saman um út af deilunni um Alabama 1871.
Annan víðtækari gerðardóm, með mörgum skilyrðum þó,
komu Bretar og Frakkar sér saman um 1903, þar sem tekið
var fram, að öllum deilum lögfræðilegs efnis eða þeim, er
snertu túlkun á samningum þeirra í milli, skyldi skotið til
Gerðardómsins í Haag, svo fremi „þau snertu ekki lífræn
áhugamál, sjálfstæði eða sæmd þessara tveggja ríkja og
snertu ekki hagsmuni einhvers þriðja aðila".1) Þetta átti að
fara eftir samkomulagi beggja aðila um, hvað deilt væri um
og hve langt dómssvið gerðardómsins mætti ná í hverju ein-
stöku falli. Bandaríkin samþykktu og að leggja deilur út af
samningum við önnur ríki undir gerðardóminn að því til-
skildu, að öldungadeild þingsins samþykkti það í hverju ein-
stöku falli. Það er auðskilið, að orðatiltæki eins og „lífrænir
hagsmunir" dró mjög úr viðleitni ríkja þessara til þess að
skjóta málum sínum til dóms þessa og þýddi í raun réttri það
sama og að ríkjunum væri í sjálfsvald sett, hvort þau skvtu
málum sínum til hans eða ekki. En út af þessu reis deilan um
það, hvort öll mál væru dæmanleg fyrir slíkum dómi eða
ekki; ef lög væru til um deiluefnið eða ákveðnir samningar,
mætti útkljá málið fyrir dóminum, þótt ekki væri víst, hvort
málsaðilar vildu hlíta úrskurði hans; væru engin lög til fyrir
þessu eða annar aðili krefðist einlivers meira en samningar
stæðu til eða hann vildi ekki hlíta úrskurði dómsins, taldist
ekki rétt að kveða upp úrskurð í málinu.
G er ð a r d ó m u r i n n í H a a g var stofnaður 1899 og end-
urskipulagður 1907 með starfsreglum, sem þá voru settar.
Hvert þeirra ríkja, er skrifuðu undir stofnskrá lians, skyldi
tilnefna 4 dómara, og er einhver tvö ríki skytu ágreinings-
málum sínum undir dóm þenna, skyldu þau hvort um sig
velja 2 af hinum tilnefndu dómurum, þó þannig, að aðeins
annar þeirra mætti vera þegn þess sjálfs, og svo skyldu þessir
4 gerðardómsmenn velja sér oddamann. Skipulag þetta hefir
reynzt bæði einfalt og nytsamt, og hefir gerðardómurinn gert
út um mörg mikilsverð mál, er til hans hefir verið skotið, svo
sem deiluna miíli Stóra Bretlands og Bandaríkjanna 1910,
Grænlandsdeiluna mill Dana og Norðmanna 1931 o. fl. En
það er auðskilið, að hér er aðeins dæmt um mál,.er menn
1) Brierly: Tiie Law of Nations, bls. 211 o. s.