Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Qupperneq 187
185
Fjöldi rikja liefir nú þegar gengizt undir þetla valdsvið
dómsins, og þó með allskonar vífilengjum og varnöglum af
sinni hálfu, svo að vafasamt er, hvort þau á síðustu stundu
geta ekki dregið sig í hlé frá dóminum. Einkum hefir Stóra-
Bretland skarað fram úr öðrum með þessa varnagla.1)
Það, sem dómstóllinn á að fara eftir i dómum sínum og úr-
skurðum, eru: 1. Alþjóða-samþykktir, 2. Alþjóða-venjur, er
benda á i framkvæmdinni, að eitthvað sé viðtekið sem lög,
3. Hinar almennu meginreglur laga og réttar í öllum siðuðum
löndum, 4. Til hliðsjónar dómsúrskurðir og kenningar valin-
kunnra lögfræðinga, og loks 5. Ef málsaðilar koma sér saman
um það, að dæmt sé frekar af sanngirni og góðvild, en að
lögum (magis ex aequo et bono qna juve). Auk þessa getur
dómstóllinn látið uppi álit sitt um ýmis vafaatriði, þegar
ráð eða samkunda Þjóðabandalagsins kann að æskja þess,
og hefir þessa þegar oft verið leitað.
Hvort mál, sem lögð eru fyrir réttinn, eru dæmanleg eða
ekki, fer í fyrsta lagi eftir því, hvort unnt er að dæma um þau
samkvæmt viðurkenndum alþjóðalögum eða venjum siðaðra
þjóða, sem litið er á sem lög, eða samkvæmt gjörðum og gild-
andi samþykktum og samningum milli málsaðilja eða sam-
kvæmt almennum lögum og réttarvenjum; en í öðru lagi
eftir því, hvort aðilar vilja hlíta úrskurði dómstólsins, en á
því vill verða misbrestur, ef málið er stórpólitísks eðlis. Þá er
Þjóðabandalagsráðið, skv. tilmælum Finnlands 1923, bað um
álit réttarins um skuldbindingar Rússa í Austur-Karelíu, skv.
Dorpat-samningnum 1920, neitaði rússneska stjórnin að taka
þátt í nokkrum málflutningi fyrir dómstólnum, svo að mála-
lyktir urðu þær, að dómstóllinn neitaði að láta uppi álit sitt
í málinu, þar sem annar málsaðili væri ekki heyrður. En
þannig má evða því nær hverju máli; og þótt aðilar i orði
kveðnu þvkist ætla að hlíta úrskurði dómstólsins, eru svo
margskonar undanbrögð hugsanleg, einkum ef um stórpóli-
tísk milliríkjamál er að ræða, og svo margskonar tilefni til
nýrra æsinga hjá öðrum hvorum málsaðila, að menn geta
aldrei verið öruggir um fullnægingu dómsins og engin ráð til
að fvlgja henni fram. Þetta er það, sem gerir alþjóðadóm-
stólinn svo veikan fyrir og svo ófullnægjandi, og svo hitt, að
málsaðilar eru alls ekki skvldir til að leggja deilumál sín
fyrir liann, en geta beitt öðrnm ráðum, ýmist friðsamlegum
1) Sbr. Brierly: Sama rit, bls. 216 o. s.
24