Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 190
188
á þessu með mikilli festu og með þeim árangri, að her Grikkja
hörfaði heim aftur og Grikkir gengust undir að greiða skaða-
bætur, og menn trúðu því þá, að svo myndi reynast áfram.
En svo kom til deilunnar milli Kina og Japans 1931, þar sem
Japanir því nær einróma voru víttir fyrir framkomu sína;
en Japanir iiöfðu það að engu, lögðu Manshúríu undir sig og
stofnuðu leppriki sitt Manchúkúó, og síðar hófust svo árásir
þess á Kina án undangenginnar stríðsyfirlýsingar. Herstyrkur
Japana óaði svo Þjóðabandalaginu, að það, eða þjóðir þær,
sem i því voru, hófust ekki handa. Enn verr fór fvrir Þjóða-
handalaginu 1935, þá er Italir tóku að leggja undir sig Abess-
iníu. Þótt Þjóðabandalagið þá reyndi (skv. XVI. gr.) að beita
refsiákvæðum sínum með því að leggja viðskiptahann á Italíu,
kom það að litlu haldi, og sjálfur Abbessiniukeisari varð að
ganga „bónleiður til búðar“ af fundi Þjóðahandalagsins, þar
sem helztu herveldin eins og Bretar lýstu yfir þvi, að ekki yrði
að gert. Þó varð síðasta ganga þess verst, þegar horft var upp
á það, að þýzkur her færi inn í Ruhr og er Miinchen-samning-
arnir opnuðu Súdetaland til innrásar í Tékkóslóvakíu og
bandamenn Pólverja komu of seint þeirn til hjálpar. Þá var
sýnt til fulls, að Þjóðabandalagið féklc engu áorkað, og þá
sofnaði það Þyrnirósar-svefni sínum. Og eftir ófriðarbvrjun
þessarar síðari heimssh’rjaldar hefir það ekki einu sinni
rumskað né látið neitt á sér bæra.
Svo fór um sjóferð þá, fvrstu alþjóða-samtökin til varð-
veizlu friðarins í heiminum. Og af hverju? Af því, að Þjóða-
bandalagið hafði ekkert úrskurðarvald né allsherjar-hervald
til þess að framfylgja dómsúrskurðum sinum. Það var aðeins
„ráðgefandi"; en að því hrostu herveldin og fóru sínu fram.
Og nú geisar ófriðarbálið um heim allan, þrátt fyrir allar
hinar meinlausu, en máttvana aðgerðir Þjóðabandalagsins á
undanförnum áratugum. En hvað má af þessu læra? —•
10. Allsherjar-ríki eða allsherjarsamtök allra lýðræðisríkja.
Hálfu ári áður en síðari heimsstyrjöldin brauzt út, kom út
bók eftir ameríkskan blaðamann Clarence K. Streit,
er þegar vakti feikna eftirtekt (marz 1939). Hún var eins-
konar lögeggjan til helztu lýðræðisþjóða um að sameinast í
eitt ríki að því er snerti öll utanríkis- og alþjóðamál og þá
einnig hermál og hét því Union Now! — En hókin lcom of
seint til þess að hún gæti haft tilætluð áhrif. Lýðræðisþjóð-
irnar höfðu ekki tíma til að sameinast; sáu ekki heldur, hvað
i vændum var, og þvi fór sem fór. En hefðu þær þá verið