Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Síða 199
197
En það að reyna að halda friði milli fullvalda ríkja, þar
sem annað vill ófrið og undirbýr hann af fremsta megni, er
rétt eins og að eiga öll forlög mannkynsins undir þvi, að mað-
ur geti dáleitt snákinn, áður en hann ræðst til atlögu. En
það þarf meira en meðal-flautu til þess að ráða við stað-
revndir hernaðarlegra athafna.
Og friðurinn er ekkert markmið í sjálfu sér. Ef vér þörfn-
umst friðar og einskis nema friðar, munum vér aldrei öðlast
hann. Friður er aðeins nauðsynlegt skilj'rði fyrir menningar-
starfi, skapandi starfsemi, eins og ófriður er orsök tortímingar
og niðurdreps. En til þess að ástunda menningarstarf friðar-
tímanna, verðum vér að gefa þá glópsku upp á bátinn, að hver
óvalin þjóð, þótl hún sé talin fullvalda, hafi levfi til þess að
vinna öðrum þjóðum mein og leggja þær undir sig, ef svo
hýður við að horfa. Vér verðum að finna einhverja leið til
þess að koma á þvingandi alþjóðalögum.
Það, sem vér höfum nefnt alþjóðalög, eru í raun réttri
engin lög, því að lög eru sett til þess, að það megi þvinga
menn til þess að halda þau. Og ef vér nokkuru sinni eigum
að öðlast alþjóða-skipulag, bvggt á lögum, verðum vér að fá
einhvern allsherjar-valdhafa, er geti þvingað menn og þjóðir
til þess að ldýðnast þeim. Og hver sú fyrirætlun, sem ætlar
sér að trvggja friðinn í heiminum án lagalegrar þvingunar,
er firra, eins og sagan raunar hefir margsannað. Alltaf hafa
menn verið að revna þetta, en það hefir aldrei komið og
mun aldrei koma að neinu haldi.
Friðurinn verður að vera lögbundinn, en lög heimila jafnan
þvingun til þess, að þeim sé hlýtt, en þar af leiðir, að friður
án þvingunarráðstafana er blekking ein.
Vitanlega getum vér ekki, þótl vér beitum öllum hugs-
anlegum ráðum, girt að fullu og öllu fyrir, að stríð brjótist
út hér og þar, frekar en vér með ákvæðum hegningarlaganna
getum girt fvrir, að morð séu framin við og við. En með al-
þjóða-samtökum og hegningarráðstöfunum getum vér gert
stríðin að undantekningum, eins og vér liöfum fyrirbvggt i
hverju siðuðu þjóðfélagi, að morð séu hversdagslegir við-
hurðir.
Einhver tíðasta röksemd friðarvina er sú, að vér getum
ekki hindrað stríð með stríði, en þetta er viðsjál röksemd og
hættuleg. Alveg eins og dauðadómur vofir vfir þeim, sem
morð fremja, alveg eins ætti dauðadómur eða löng ánauð
að vofa yfir liverri þjóð, er fer t árásarstríð á hendur annarri