Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Síða 201
199
fyrr. Hið algerða sjálfræði allra þjóða á þessu tímabili skap-
aði meiri glundroða í milliríkjamálum en þótt afnumin væru
öll lögregla, dómendur og dómskviðir, sem eiga að hafa hend-
ur í líári afl)rotamanna, dæma þá og géra þá ósaknæma í
hversdagslífi voru.
Algjört sjálfræði einstakra þjóða er engin trvgging fyrir
frelsi þeirra og sjálfstæði, því að algjört sjálfræði þýðir ekki
einungis það, að hver þjóð geti gert það, sem hún vill, heldur
og, að öllum öðrum þjóðum sé frjálst að gera það, sem þeim
sýnist. Því má hver þjóð vera við því búin, að á hana sé ráð-
izt af öðrum þjóðum, hvenær sem þeim býður við að horfa.
En í þessu felst fullkomið örvggisleysi. Menn mvndu því öðl-
ast miklu meira öryggi, ef ýmsar tegundir sjálfræðis væru
takmarkaðar og settar undir eftirlit, og þó yrði öryggið enn
meira, ef unnt væri að framfvlgja þessu eftirliti með valdi,
sem hafið væri yfir vilja einstakra þjóða.
Með öðrum orðum: Lýðræðis])jóðirnar verða, — ef þær
vilja ekki verða einræðisþjóðunum að hráð, — að ræða
með sér einhvers konar samveldisyfirlýsingu. Slík
samveldis-yfirlýsing yrði hin mikla frelsisskrá (magna
charta) alls mannkyns.
6. Á skal að ósi stemma. Þá er Þjóðabandalagið var stofnað
eftir lok fyrri heimsstyrjaldar, var því ekki falið neitt fram-
kvæmdavald, er sæi um framkvæmd álvktana þess. En það
þýddi, að Þjóðabandalagið gæti aðeins gert út um slik mál-
efni, sem einnig yrði til leiðar komið án þess tilstuðlunar.
Það huðust að minnsta kosti 10 tækifæri milli 1931 og 39,
þar sem Þjóðabandalagið hefði getað með aðeins smávægi-
legri valdheitingu að haki ráðsálvktunum sínum komið í veg
fyrir styrjöld þá, sem nú geisar. En þessu var jafnan evtt á
sjálfum bandalagsfundunum með liinni fláustu röksemda-
færslu fulltrúanna sjálfra. Og þegar svo reyndi á í fvrsta
sinn með refsiaðgerðir, er fleiri en 50 þjóðir ákváðu í reiði
sinni að leggja viðskiptabann á Ítalíu 1935 fyrir innrás henn-
ar í Abessiníu, þá lýstu helztu fulltrúar lýðræðisþjóðanna
yfir því, að bann þetta yrði að vera vægt, því að öðrum kosti
færi allt i bál og hrand í Evrópu. En með þessu var yfirgang-
inum og gerræðinu gefinn laus taumur.
Sennilega hefir enginn lýst hetur ástæðunum til þess, að
þetta viðskiptabann hrást, en fyrrverandi stjórnarforseti
Frakklands, Millerand, í ræðu sinni í efri deild franska þings-
ins í júní 1936, er hann var að mæla með því, að menn viður-