Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 204
202
lagsins í Genf átti að ríkja alþjóðlegur andi. En fulltrúar og
blaðamenn hinna einstöku þjóðrikja komu þar aðeins við og
við og aðeins til þess að halda sínum málstað fram og gæta
hagsmuna síns eigin lands og þjóðar. Og allt sat við sama
keip heima fyrir — þjóðerniskeipinn. í hverju einasta landi
voru uppeldið, blöðin, stjórnin og þing þjóðanna fyrst og'
fremst þjóðernislega sinnuð og hugsuðu um sinn eigin hag. Og
fulltrúar slíkra þjóðernissinnaðra landa gátu ekki, þótt þeir
hittust við og við, vænzt þess að skapa neitt betra alþjóða-
skipulag. Þarna otaði hver sínum tota, og stórveldin fyrst og'
fremst. Þvi fór sem fór! —
Það mætti segja, að réttlætið hafi fyrst orðið til á þessari
jörð, þegar fyrsti ofheldismaðurinn var dæmdur eða tekinn
af samkvæmt óvilhöllum löglegum dómi. Eins mætti segja,
að alþjóðaréttlæti og varanlegur friður hefjist þá fyrst, þá er
fleiri eða færri þjóðir taka sig gagngert saman um að fara
þegar í stríð við hverja þá þjóð. er hrýtur viðtekin alþjóða-
lög og sýnir sig að ofbeldi.
Eini tryggi friðurinn, er vér getum gert oss vonir um að
haldist, er sá, sem hvílir á viðteknum alþjóðareglum, og þó
því aðeins, að til sé alþjóðahervald, er komi af sjálfu sér og
skilyrðislaust til skjalanna, jafnskjótt og reglur þessar eru
brotnar eða þótt aðeins sé gerð tilraun til að rjúfa þær, hvar
sem er í heiminum. Ofbeldismennirnir verða að eiga hefnd-
ina vísa vfir höfði sér, ef friður á að haldast. Og vfirlýsingu
i þessum anda verðum vér að gera.
8. Atlanzhafs-yfirlýsing þeirra Churchills og Roosevelts. Slík
yfirlýsing hafði þegar verið gefin með Atlanzhafs-yfirlýsingu
þeirra Churchills og Roosevelts 13. ágúst 1941. Hún var í 8
liðum og hljóðaði þannig:
1. Lönd þeirra seilast ekki eftir neinum vinningum, land-
vinningum né öðru.
2. Þeir æskja ekki að fá neinar brevtingar á ríkjaskipun
aðrar en þær, sem eru í samhljóðan við óskir viðkom-
andi þjóða.
3. Þeir viðurkenna rétt allra þjóða til þess að ákveða stjórn-
arfar það, er þær vilja búa við, og þeir æskja að sjá end- .
urreist fullveldi og sjálfstæði þeirra þjóða, sem hafa ver-
ið rændar því með ofbeldi.
4. Þeir munu freista, með hæfilegu tilliti til þeirra skuld-
bindinga, sem þegar eru gerðar, að vinna að því, að öll
ríki, stór og smá, jafnt sigurvegarar sem sigraðir, fái