Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 206
204
9. Ráðagerðir um nýjan og betri heim. Roosevelt lét ekki
staðar numið við orðin tóm. Þegar heim kom, fól hann Hull,
þáverandi utanríkisráðherra sínum, að skipa nefnd viturra
og góðra manna til þess að semja drög að friðargerðum eftir
stríð, og aðra nefnd til þess að semja áætlanir um, hvað gera
þyrfti á fjármála-, framléiðslu- og viðskiptasviðinu bæði til
þess að standast rekstur stríðsins og til þess að hjálpa ófrið-
arþjóðunum, sigurvegurum jafnt og sigruðum, að stríði
loknu. Hér verður aðallega vikið að starfi og áliti hinnar
fyrri nefndar um það, hvernig friðarmálunum skuli hagað,
svo að varanlegur friður fáist, og er þar einkum stuðzt við
greinargerð Kingsbury S m i l h s í The American Mercury,
nóv. 1942. Þar segir meðal annars:
Meginhugsun þessara ráðagerða er sú, að hinar sameinuðu
þjóðir geri með sér bandalag til betri skipunar á heiminum
og Iiafi það tvennt fyrir augum að halda heimsfriðinum við
með algerri afvopnun öxulríkjanna og lögreglueftirliti víðs-
vegar um heim, og að gera þátttöku í þessu bandalagi svo
eftirsóknarverða, að engin þjóð treystist til að lifa utan þess.
Hinir fjárhagslegu hagsmunir þjóðunum til handa eru í
þessu fólgnir:
1. Frjálsri verzlun milli hinna sameinuðu þjóða, er trvggir
það, að engin þeirra fái betri kjör en önnur.
2. Réttlátri dreifingu þeirra hráefna meðal sambandsþjóð-
anna, er fullnægi skvnsamlegum þörfum þeirra á friðar-
tímum.
3. Fjárhagslegri hjálp frá Randaríkjunum til þeirra fyrir-
tækja, sem þjóðunum eru nauðsynleg, svo sem fram-
kvæmd áætlana hins opinhera í þeim löndum, sem hafa
ekki nægilegt fjármagn til slíkra framkvæmda.
4. Ströngu eftirliti með skiptingu lífsþæginda meðal sam-
bandsþjóðanna til þess að gæta hagsmuna viðskiptaland-
anna.
5. Samvinnufélagsskap milli hinna sameinuðu þjóða til
skjótrar aukningar á þeim markaðsvörum, t. d. í Kína og
á Indlandi, sem mönnum eru nauðsynlegar.
A sviði stjórnmálanna munu Randaríkin gera sér far um
að stvðja þær sambandsþjóðir að málum, sem eru að berjast
gegn óverðskulduðum árásum annarra þjóða. Eru allar aðrar
samhandsþjóðir skuldhundnar til hins sama.
Að launum fvrir þessi hlunnindi verða sambandsþjóðirnar
að uppfylla eftirfarandi skilvrði: