Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 215
213
og fagrar borgir í evði lagðar, svo að ekki stendur steinn vfir
steini; og oss tók i lijartað, er vér heyrðum, að matvælum
og lífsnauðsynjum hefði verið rænt frá þeim, sem áttu við
hörðust kjör að húa, liús þeirra brennd og fénaður þeirra
rekinn hurt, en þeim sjálfum vísað út á gaddinn um hávetur
á nyrzta lijara veraldar. Eru það menn, sem hér voru að
verki? Eru það ekki varúlfar og illmenni? — En slíkt þótti
ekki áður neitt tiltökumál. Menn voru þá ýmist drepnir eða
hnepptir í þrældóm og seldir mansali, en sigurvegararnir,
víkingarnir, mikluðust af. Vér teljum oss afkomendur þeirra,
þótt litill sómi sé að, og ættu menn nú að hætta að hlaða þeim
lofkesti.
Það mætti segja, að maðurinn liafi byrjað vegferð sína á
þessari jörð sem hinn r á n g j a r n i m a ð u r (homo rapiens),
að hann hafi verið að smávitkast með vaxandi menningu
og orðið að vitibornum manni (h. sapiens), og að nú séu loks
vaxtarbroddar mannkynsins að verða að góðviljuðum
mönnum (h. benevolens).
En þessari þróun miðar hægt og seint fram á við. Vér þurf-
um ekki að líta lengra aftur en til Gyðinga, Grikkja og Róm-
verja. Með Gyðingum þótti það guði þóknanlegt, að óvinir
þjóðarinnar væru felldir eftir mælisnúrum. Grikkir töldu
samborgara sina og samlanda menn, en alla aðra barbara eða
hálfvillta menn, en sína eigin þræla að mestu leyti réttlausa.
Fyrst þegar borgríkin grísku féllu til grunna og Alexander
mikli stofnaði heimsríki sitt, óx hringur samúðarinnar að
miklum mun, náði til endimarka hellenskrar menningar. Það
var þó ekki fyrr en Rómaveldi var komið á fót og orðið all-
víðlent, að menn tók að dreyma um það, að allir menn væru
i raun réttri samborgarar eins allsherjar rikis og bræður
hver annars. Síðan tók kristnin að prédika þetta, þó aðal-
lega í fyrstu innan sjálfra hinna kristnu safnaða, en siðan út
í frá; ekki þurfti þó mikið á milli að hera í trúarefnum til
þess, að bræðraþelið gleymdist, að sama heiftin, grimmdin
og hermdarverkin gysu upp á ný eins og á mestu vargöldum
lieiðninnar. Um þetta bera krossferðirnar ljósast vitni, svo og
trúarbragðastyrjaldirnar á 16. og 17. öld. En einmitt upp
úr þeim runnu, eins og lýst var i næst-síðasta kafla, kröf-
urnar um allsherjar-mannréttindi, mannúð og frið. Enn geisa
þó stríð og styrjaldir, og þær miklu geigvænlegri en nokk-
uru sinni fyrr; og enn eru framin hermdarverk í nafni alls
þess, sem heilagt er talið. En vaxandi kvnni meðal þjóðanna