Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Síða 219
217
með öðruni dyggðum? Flestar þeirra útheimta eitthvert til-
kall hins æðra sjálfs um að gera það, sem ber. Vér getum
sagt við mann: „Þér ber að vera skírlífur, hreinskilinn og
réttlátur!“ — en getum vér sagt við liann: „Þér her að elska
og gera öðrum gott“? — Enginn gefur sjálfum sér ástina né
heldur löngunina til að gera öðrum gott. Það verður að koma
innan að og svo að segja af sjálfu sér. Góðvildin getur líka
náð mislangt í manni sjálfum, enda þótt maður viðurkenni
réttmæti hennar og göfgi, og ])að svo, að maður veit varla,
livort nefna má hana því nafni. Til er góðgerðasemi, sem
aðeins virðist ná til höfuðsins; hún er í því fólgin, að menn
telja rétt og skylt að gefa nokkuð af tekjum sínum til góð-
gerðarstarfsemi yfirleitt, án þess að þeir finni til nokkurrar
persónulegrar góðvildar, og sumir gera þetta aðeins af hé-
gómagirni til þess að sjá sín getið einhversstaðar eða til þess
að sýna sig og sjá aðra við ýmis góðgerðafyrirtæki. I einni
sögu sinni: Villette (8. kap.) lýsir Carlotte Bronté
einni söguhetju sinni, Mde Beck, á þessa leið: „Þótt hún væri
gjörsneidd allri samúð, átti hún nóg af skynsamlegri góð-
girni: hún var manna fúsust til að gefa fólki, sem hún hafði
aldrei séð, þó frekar til stélta en einstaklinga. Kæmi sam-
skotalisti: „Til handa fátækum“, opnaði hún gjarna pyngju
sina; en bæri fátækan mann að dyrum hennar, skellti hún
venjulega í lás. Hún tók með ánægju þátt í allri opinberri
góðgerðastarfsemi, en engin einstaklingsvandræði hrærðu
hjarta hennar; enginn máttur eða magn hörmunganna í eins
manns hjart’a gat snortið hjarta hennar. Ekki einu sinni
kvölin í grasgarðinum né heldur dauðinn á krossinum hefði
getað kreist tár meðaumkunar af augum hennar.“ Þessi kalda,
hluttekningarlausa góðgerðastarfsemi þarf því ekki að hafa
neina hjartanlega góðvild í sér fólgna, heldur hégómagirnina
eina saman, eða það að kaupa sig frían og sjá nafn sitt meðal
gefenda.
Þá er önnur tegund góðvildar, sem kann að ná til hjartans
og ylja það í bili, en nær ekki til handarinnar og því síður til
nokkurra frekari aðgerða, sbr. hefðarfrúna i smásögu
Tolstovs : Húsbóndi og þjónn, þar sem hefðarkonan tár-
aðist yfir raununum á leiksviðinu fyrir innan, en lét þjón
sinn helfrjósa á ökusætinu fyrir utan leikhúsið. Það má og
vera, að presturinn og levítinn i dæmisögunni um hinn mis-
kunnsama Samverja hafi verið af þessu tagi, hafi þeir þá ekki
verið fullir trúarhroka gagnvart annarrar trúar eða lægri
28