Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 220
218
stéttar manni, og ekki þolað að horfa upp á eymd hans og
því haldið leiðar sinnar. En það var Samverjinn, sem fyllt-
ist meðaumkun með honum og lét hendur standa fram úr
ermum, setti hann upp á eik sinn og flutti hann til gistihúss-
ins og sá um, að honum yrði hjúkrað. Þetla er hin ósvikna,
sanna góðvild, sem nær ekki einungis til hjartans, heldur og
til handarinnar og hjálpar þeim, sem er hjálparþurfi, hverrar
trúar, stéttar eða þjóðar, sem hann er. Hjá slíkum mönnum er
góðvildin orðin að sterkum þætti i skapgerð þeirra og því
orðin að raunverulegri dyggð. Sú skapeinkunn, sem aðeins
býr í huga manns sem óljóst tilkall um, hvað gera mætti, er
ekki dvggð, og ekki heldur sú tilfinning, sem kemur við í
hjarta manns, en nær hvorki til huga né handar; en sá vilji,
sem iðulega lýsir sér í góðum verkum og miskunnarríkum,
er sönn góðvild, sönn dvggð. En þar er góðvildin komin í
stað skyldunnar, og maðurinn gerir það, sem honum finnst,
að hann verði að gera, af einlægum hug og hjarta. Hann lítur
hvorki til launanna né heiðrandi ummæla annarra. Nafns
Samverjans er sjaldan getið.
6. Áhrif góðvildar og góðgirni. Áhrif og afleiðingar góðvildar
og góðgirni gela verið mjög misjöfn og margvísleg. Sumir
taka þessu sem sjálfsögðum lilut og segja: Þakka skyldi hon-
um, karlræflinum! og aðrir segja: Ilann gat látið það vera!
Enn aðrir gera háð og spott að honum, og sumir misnota svo
trúgirni hans og góðgirni, að þeir gera sér hana að féþúfu.
Hann getur og orðið fyrir sárasta vanþakklæti af liálfu skjól-
stæðings síns, enda mun það alls ekki ótítt, sem Aristóteles
sagði endur fyrir löngu, að velgerðarmanninum þvki oft
vænna um skjólstæðing sinn en honum um hann. Þó lcemur,
sem betur fer, hitt einnig fyrir, að hann hjálpi ekki einungis
skjólstæðing sinum til gæfu og gengis í veraldlegum efnum,
heldur geri hann og að sönnum, góðum og jafnvel miklum
manni, er verði öðrum til fyrirmyndar. Menn geta og með
dánargjöfum sínum, þótt þeir sjálfir hafi ekki verið neinir
fyrirmyndarmenn í lífsbreytni sinni, orðið höfundar mikilla
menningar- og liknarstofnana (sbr. Rockefeller o. fl.), er kom-
andi kynslóðir njóta góðs af um ófyrirsjáanlega framtið. En
eins og siðgæði einstaklingsins er oft lengi að skapast og út-
heimtir bæði þolgæði og þrautseigju, eins er því farið með
siðgæðið í félagslífi manna, að það á löngum erfitt uppdrátt-
ar. En eins og áður er tekið fram, getur naumast annað talizl
til dvggða en það, sem lýsir sér i breytni manna og starfi, og